Hafið þið einhverja reynslu af tölvupóstssamskiptum við bílasölur og aðra svipaða aðila?
Í síðustu viku sendi ég nokkrum bílasölum fyrirspurnir í tölvupósti og hef enn engin svör fengið. Svipuðu hef ég lent í varðandi ónefnt bílaumboð og amk. tvær varahlutaverslanir hér í Rvík.
Hafa þessi fyrirtæki engan áhuga á samskiptum á þennan máta? Er t.d. bilasolur.is vefurinn eitthvað sem bílasölur hafa engan áhuga á að þróa meira og auðvelda viðskiptavinum að eiga viðskipti við þá eða er þetta bara einhver tæknifóbía og vitleysa? Það er auðvitað synd því maður er jú að vinna 9-5 og því lítill tími til að standa í hlaupum og hringingum út um allan bæ.
Svo er auðvitað hinn möguleikinn kannski er ég bara óæskilegur viðskiptavinur sem þeir vilja ekki einu sinni þyggja pening frá.

Minn "tendens" er allavega að beina viðskiptum mínum annað ef viðmótið er ekki í lagi og í þessum tilfellum er viðmótið alls ekkert.
Hvernig er ykkar reynsla, eitthvað svipað eða er þetta bara ég?
PS: Nú hef ég allt aðra og bara mjög góða reynslu af samskiptum við erlend fyrirtæki, bæði t.d. bmwspecialisten og aðila á ebay.