bebecar wrote:
gstuning wrote:
DrWho wrote:
well, ég var búinn að skoða þetta.
Ég sé samt ekki hvað það tengist frjálshyggju að moka peningum skattborgara í þetta hyldýpi.
Við þurfum að borga þetta sama á hvaða hátt er farið.
Það ER vandamálið.
Ef fyrirtækin væru sett bara á hausinn, hvert myndu störfin sem tengjast rekstrinum fara? Allir þeir sem vinna hjá amerísku bílaframleiðendunum?
Ekki heldur fólk að það sé einhver leið framhjá því að skattborgarar þurfi að greiða þetta upp? Því það er ekki, þetta eins og allt lendir alltaf á skattborgurum,
Ég held hann sé bara að biðja um rök sem tengja þetta við frjálshyggju - ekki að neita því að allt fór í vaskinn.
Það sem flestir myndu segja væri að frjálshyggjan hafi gefið bankageiranum frjálsar hendur til þess að búa til peninga í skjóli þess að fyrirtækin hlytu að hegða sér skynsamlega (þér er best treystandi fyrir eigin peningum prinsippið) en málið er bara að fyrirtækin hegðuðu sér afskaplega óskynsamlega og í mörgum tilfellum var útlána- og þjónustustarfsemi bankanna beinlínis heimskuleg.
Það má líklega rekja það til hvatakerfisins sem var við líði á flestum stöðum og notað til að réttlæta ofurlaunin. Kerfið hvatti til gríðarlegrar áhættusækni en ekki vaxtar til framtíðar. Þetta snérist semsagt ekki um að tryggja tekjur og atvinnu til framtíðar, heldur bónusa fyrir árið í ár.
Það sem frjálshyggjan er sek um, er ekki endilega að hafa ekki haft nógu mikið regluverk eða of lítið, heldur að hafa treyst því að fyrirtæki færu betur með peninga en aðrir vegna markaðslögmálanna.
Lausnin er að fyrirtæki beri sömu ábyrgð og allar aðrar kennitölur að mínu mati.
Það þarf að bæta inn í þessa jöfnu stýrivaxtastefnu Bandaríkjanna til lengri tíma. Vöxtum var haldið lægri en markaðurinn var í raun að gefa til kynna, það er andstæðan við frelsi markaða. Þessir lágu stýrivextir ollu því að allt of auðvelt var að skuldsetja fyrirtæki of mikið miðað við vænt fjárflæði til lengri tíma, þarna hefði markaðurinn þurft að ráða stýrivöxtum betur, þ.e. meira frelsi.
En varðandi bónusmálin, þá held ég að vandamálið hafi einmitt verið að kerfið gerði of mikið úr framlagi þeirra einstaklinga sem framkvæmdu viðskiptin/kaupin/söluna, þegar í raun var um að ræða ávöxtun vegna of mikillar áhættu og skuldsetningar. Það er aftur afleiðing af of lágum vöxtum og röngu mati á áhættu. Ávöxtunin hafði því minna að gera með frammistöðu þessarra manna sem fengu bónusgreiðslurnar og þær því að sjálfsögðu of háar miðað við þeirra framlag.
Ég er þeirrar skoðunar að þó að endurskoða þurfi ákveðnar reglur þá sé hættan líka að menn gangi of langt í regluverkinu, við þekkjum það frá Evrópu og hvaða afleiðingar slíkt hefur. Það þarf að skauta einhvern milliveg í þessu.
Reglur sem mætti laga hér eru til dæmis reglur um eignarhald á bönkum, enginn einn ætti mega eiga meira en 10-20% (eins og það er annarsstaðar), einnig mætti skoða reglur um CAD hlutfall banka og bindiskyldu.
En hvaða ábyrgð ertu að tala um að fyrirtæki þurfi að bera sem þau gera ekki í dag bebe? Þ.e. í parktík.