jens wrote:
arnib skrifadi:
Hvernig hafa þessir bílar komið út í viðhaldi og eyðslu.
Ég á einn svona - og er alveg harðánægður með hann.
Með skemmtilegri bílum í akstri. Datt í hug að auglýsa hann
til sölu hérna en það var bara drullað yfir mig að verðið væri allt of hátt
Bara grín

enda hefur gagnrýnin ábyggilega verið réttmæt.
Í 150k fór ég í gegnum Inspection II
Setti nýja framdempara, bremsudiska og eitthvað meira smotterý
Maður getur orðið sér úti um ódýra varahluti úti, svo ég var ekkert sár að eyða 50-60 kalli í bílinn og vita að allt væri í toppstandi á eftir, allt sem gert var voru fyrirbyggjandi hlutir - t.d. skift um alla vökva.
Nú er ég búin að keyra bílinn rúm 25k og það hefur ekkert komið uppá. Í vinnuni er ég annað slagið að keyra nýlega bíla sem kosta þetta 2 til 2,5 millur en einhvernvegin virka þeir ódýrari í akstri en bimminn ...
Hann er að eyða þetta frá 10 - 12 lítrum á 100 og ég keyri að mestu korters-túra úr og í vinnu. Eyðslumælir liggur á þetta 6-9 á langkeyrslu.
Með 150 hp er þetta nálægt því að vera slappasti bimmin á þessum aldri, en ég er mjög ánægður með vinnsluna. Maður verður bara að miða við að það er 2 lítra vél í bílnum ...
Ég myndi hiklaust mæla með E39 ef það á að fara að kaupa bíl í þessum stærðarflokki. Fyrir mig er Steptronic, topplúga og sími möst og annað aukaatriði ... það eru nokkrir svona bílar á sölu svo það ætti að vera lítið mál að finna einn sem maður er sáttur við.
Bara vera viss um að hann hafi fengið regluegt viðhald (þjónustubók) sé ekki logið til um akstur (þjónustubók) og sé nýlega yfirfarin (þjónustubók)