Árni var duglegur í dag
Mission dagsins var að setja drifið mitt í (með nýrri poly fóðringu og nýrri olíu) og koma drifskaftinu líka í þar sem það losnaði þegar ég tók drifið undan. Enda síðan með bílinn á hjólunum og tilbúinn til að mökka.
Byrjaði á því að mæta í skúrinn í dag um 2 leitið og svo kom Einarsss drifskiptasnillingur rétt eftir það.
Tók okkur enga stund að henda drifinu undir og festa allt.
Tók síðan smá pásu og chillaði í skúrnum með skúracrewinu (Andrew, Johnny R, Anna Golf og Siggi skyline)
Eftir kvöldmat(Rán mínus ananas á Jolla, barílagi) þá tjökkuðum við bílinn upp að framan og rifum fremri partinn af drifskaftinu undan bílnum.
Settu drifskaftið svo saman og aftur undir með það, púsluðum síðan pústinu saman og tókum bílinn af búkkunum.
Núna er hann bara tilbúinn inní skúr, bíður bara eftir að láta misþyrma sér (þarf reyndar nýjan rafgeymi við fyrsta tækifæri!)
Það sem er á dagskrá næst er að þrífa hann og bóna, vonandi kemst ég í það á morgun,.
Frekari plön fyrir sumarið er að laga öll hitavandamál, kaupa nýja rafmagnsviftu, setja túbur í pústið svo það sé hægt að keyra bílinn án þess að vera með eyrnatappa og svo setja í hann nýja z3 skiptiarminn sem ég var panta.
P.s. Barílagi, barílagi.