bebecar wrote:
Ég er oft ánægður með bíl en set markið alltaf hærra næst. Hinsvegar verður að segjast eins og er að ég er með mælikvarða á þetta.
Það er bílasölu mælikvarðinn. Þegar ég er óánægður á bíl þá rúnta ég bílasölurnar endalaust, kannski tvisvar í viku - er alltaf að prófa og leita að næsta bíl. En þegar ég er sáttur þá kem ég ekki á bílasölu nema ég hafi eitthvað mikið erindi!
Síðan ég eignaðist BMW hefur bílasölurúnturinn alveg horfið (engir venjulegir BMWaffar heldur) frúnni minni til mikillar ánægju.
Ég hef einmitt varla skoðað bílaauglýsingar, (nema mobile.de og þá E39 M5 og 540) síðan ég keypti minn

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR