Vává... hefði getað skrifað eitthvað sniðugt í þráðinn en bíllinn er seldur
Hefði þá verið að spá í ryðvandamáli, olíuleika o.þ.h.
Mér sýnist búið að ganga frá bensínlekanum.
Það sem er svo hrífandi við þennan bíl er aksturstala vs. þéttleiki, kom mér mjög á óvart hvað hann svaraði vel gjöf, hvað hann var skemmtilegur á veginum etc etc.
Eitthvað hefur komið fyrir bílinn samt á öðru framhorninu. Hann kom til landsins með mislit framljós (gæinn sem seldi mér bílinn setti bara ljós svo ég kæmist í gegnum skoðun). Ég keypti svo ljós af Schmiedmann $$$€€€.
Svo er já, eins og einhver hér hefur talið upp, eitthvað að kúpplingunni. Ef maður keyrir bílinn á hverjum degi þá er allt í lagi, fyrir utan hvað er lítið eftir af henni. Ef maður skilur bílinn eftir í einhvern tíma þá þarf maður að pumpa kúplingunni upp og niður til að fá þrýsting.
Þessi bíll er hefur samt margt sem er skemmtilegt, maplight, svört framljós, strutbrace, nýjar fóðringar í gírkassa, svartan himinn, rafmagnstopplúgu og eitthvað fleira skemmtilegt.
Þessi bíll þarf soldið TLC en er eflaust þvílíkt gúrmei fyrir þá sem nenna. Þegar búið verður að laga ryð og ditta að hinu og þessu, splæsa LSD í hann þá verður þetta hörkutöff. Það þarf líka tilfinnanlega að skipta um sæti ef það hefur ekki þegar verið gert.
ÉG hef persónulega samt áhyggjur af ryðinu í hjólaskálinni. Ef vel á að vera og menn hafa ekki kunnskap sjálfir þá endar það eflaust í €€€.
Þið eigið eftir að skemmta ykkur á þessum
