bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 09:35

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 25 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Mon 08. Dec 2003 14:50 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 08. Dec 2003 14:48
Posts: 22
Á hvaða snúning er E36 316i beinskiptur á 100 km/h p. klst.?
Hefur einhver hugmynd um það?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 08. Dec 2003 15:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
í hvaða gír?

4ra gíra eða 5 gíra????

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 08. Dec 2003 15:59 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Ættir að geta reiknað þetta hérna:
http://www.unixnerd.demon.co.uk/revs.html
Þetta eru hlutföllin fyrir e36 316i beinsk.
1. 4,23
II. 2,52
III. 1,67
IV. 1,22
V. 1,00
3,45

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 08. Dec 2003 16:05 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Okei.

Segjum að þú sért á 205/15/55 dekkjum

Felgan sjálf er þá með 37,5 cm þvermál.
Ef dekkið er 55 prófíll þá er þykktin á því ca. 11 cm.

Samtals er þá þvermál dekksins 37,5 + 22, segjum 60 cm.

Ummál dekksins er þá 188 centimetrar, eða 1,88 metrar.


Á hundrað kílómetra hraða ferðastu 27,8 metra á sekúndu.
Það þýðir að dekkið þitt snýst tæpa 15 hringi á sekúndu, eða 886 hringi á mínútu (rpm).
Vélin þín snýst 3,45 sinnum hraðar í fimmta gír, eða ca 3050 rpm.

Gæti þetta passað?


Það gætu verið villur í þessu, skrifað í flýti :)

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 08. Dec 2003 16:46 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Quote:
This is a wee Javascript routine to help the really Sad and Nerdy amongst us who loose sleep worrying about gear and final drive ratios. Enjoy!


:lol:

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 08. Dec 2003 17:01 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 08. Dec 2003 14:48
Posts: 22
John G. Burns fær það út að mótorinn er á 2175.161293975543 RPM en svo er annar sem fær út 3050 RPM mv. 100 km/h p. klst.
Þessi bíll er á 205/55/15 dekkjum, með hlutfallið 3,45 og ég er að tala um 5 gír, þetta þarf ekkert að vera neitt svaka nákvæmt, bara svona ca.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 08. Dec 2003 17:03 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Haha.
Ég tók ekki eftir þessum link :)
Allir reikningarnir til einskis!

Jæja, amk var þetta rétt hjá mér! 8)

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 08. Dec 2003 17:07 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 08. Dec 2003 14:48
Posts: 22
Annars er þessi reikniformúla hjá arnab nokkuð góð, en getur verið að það sé eitthvað að gleymast?

Málið er að ég er búinn að vera að leita eins og vitleysingur af 3,45 drifi en finn það hvergi.
Ég fann 4,45 drif hins vegar, og samkvæmt mínu dæmi ætti mótorinn að vera á ca. 25% meiri snúning heldur en á 3,45 drifinu.
Þá spurði ég manneskjuna sem á bílinn á hvaða snúning hún væri ca. á á hundraðinu en hún veit það ekki af því að það er enginn snúningsmælir í bílnum, bara stór klukka.
Ef bílinn væri á ca. 3000 RPM þá ætti hann að vera á ca. 3800 RPM á hundraðinu, með 4,45 hlutfallinu...og það er þetta sem ég er að spá í...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 08. Dec 2003 17:14 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Ég held að 4,45 sé AAALLLTOF hátt fyrir þennan bíl.

Ertu að leita þér að LSD?

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 08. Dec 2003 17:34 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 08. Dec 2003 14:48
Posts: 22
Sko, ég játa það að ég þekki ekki vel inná þetta Limited Slip Division dæmi svo ég er ekki alveg klár á því, en annars sýnist mér að það sé ekkert fleiri fídusar þarna en á venjulegu gömlu drifi, svo ég segi ég held ekki.
Svo er þetta cheapest of the cheap týpan þannig að ef það var optionable að fá LSD þá held ég að það sé ekki þarna.

Hvernig sé ég annars munin hvort það sé LSD eða ekki?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 09. Dec 2003 01:46 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Mon 28. Apr 2003 11:05
Posts: 537
Location: Kópavogur
LSD er læst drif eða limited slip differential en þetta er ekki 100% læst eins og no-spin þetta er líka oft kallað diska lás

hér er líka góðar upplýsingar http://auto.howstuffworks.com/differential6.htm

_________________
'98 Image 316i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 09. Dec 2003 06:09 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
arnib wrote:
Ég held að 4,45 sé AAALLLTOF hátt fyrir þennan bíl.

Ertu að leita þér að LSD?


Verð að leiðrétta þennan algenga misskilingin hjá mörgum.......
4.45 er kallað lægra hlutfall en 3.45 :!: (2.20 er t.d mjög hátt hlutfall og 4.11 mjög lágt hlutfall)

Pæliði bara í þessu þegar þið ruglist..... Jeppar er með hátt og lágt drif, og þegar þeir smella í lága gírinn þá komast þeir ekki hratt en eru rosalega snöggir á snúning (ef þeir vilja) :wink:

En annars er ég sammála árna að þetta hlutfall henti ekki of vél, þú verður á rosalegum snúningi alltaf og eykur t.a.m slit á vél. Þetta væri fínt kannski með 6gíra kassa (eða ssk)

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 09. Dec 2003 13:53 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Rétt, my bad! :)

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 09. Dec 2003 16:41 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 08. Dec 2003 14:48
Posts: 22
En hvað mundu þið gera í mínum sporum? Þetta drif með hlutfallinu 3,45 er hvergi til, ég leitaði líka á partasölum erlendis og þar sem að lagerstöður voru á netinu var alltaf sama settningin fyrir aftan þetta stöff: E36 Diffirential 3,45 OUT OF STOCK

Ég get fengið 4,45 en það þýðir hærri snúningur á vél miðað við sambærilegan hraða með 3,45 drifinu.

Bíllinn er í skúr hjá mér og tekur pláss, og kemur til með að gera það áfram.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að hvorki ég né þið mælið með þessu en er þetta nokkuð svo slæmt miðað við að hitt drifið er ekki fáanlegt hér á frónni og einnig virðist það ekki vera til á þessum helstu partasölum erlendis sem hafa lagerbirgðir á netinu.

Ég sendi töluvert mikið af fyrirspurnum og þeir sem hafa svarað hafa svarað neitandi.
Hvað gæti maður svosem gert? Eina lausnin sem ég sé er að bíða eftir því að beinkiptur E36 með 3,45 hlutfall skemmist eða skella því sem til er í hann, verða menn ekki að bjarga sér?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 09. Dec 2003 16:47 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 09. Dec 2002 20:32
Posts: 2725
Location: Hafnarfjörður
Þetta er alveg nothæft held ég, allavegana innanbæjar. En akstur úti á vegum yrði örugglega alveg óþolandi. Mikið veghljóð og meiri bensíneyðsla!

En þegar maður spáir í það þá er helv. mikill munur á milli 3,45 og 4,45!

Úr hverju eru þessi 4,45 drif, úr því að það er 3,45 í 316. Það er ekki eins og það séu til þrjúhundruð bílar með minni vél en 1600! (eða 1800, eða 1900, eða hvernig sem þetta er nú)

_________________
2003 BMW 530i - Titan Grey Metallic
2011 Porsche Cayenne Diesel - Meteor Grey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 25 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 9 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group