Spiderman wrote:
Ég hef á lífsleiðinni kynnst fullt af efnuðu fólki með bílaáhuga og þá er ég að tala fólk sem á/átti fyrir hrun yard eða meira og ég hef aldrei orðið var við þennan hugsunargang hjá slíku fólki. Pælingar um að 8 milljónir skipti ekki máli af því maður eigi svo mikið af peningum, heyrir maður bara frá fólki sem á ekki peninga.
17 milljónir eru og verða alltaf of mikill peningur fyrir M3, sama þótt um glæsilegan bíl sé að ræða. Cayenne Turbo er megagræja en ég efast um að fæstir ykkar myndu kaupa slíkan bíl á 40 milljónir (hann kostar það btw í dag) þótt þið ættuð nóg af pening.
Umræddur bíll var valinn og pantaður áður en gengið fór til andskotans. Hann kom síðan loksins til landsins eftir að gengið var byrjað að gefa eftir (fyrir bankahrunið þó) og var ekki leystur úr tolli strax því eigandinn vildi sjá hvort að gengið myndi styrkjast. Hann var svo leystur úr tolli þegar ljóst var að svo myndi ekki vera en þó áður en allt fór fjandans til - hann hefði verið töluvert fleiri milljónum dýrari ef hann kæmi til landsins í dag. Eigandinn horfði því ekki á 17 milljón króna verðmiða og sagði: Ég ætla að fá einn svona!
Ég er sammála þér með þá sem eiga alvöru peninga, þeir velta þeim flestir hverjir mun meira fyrir sér en aðrir sem lítinn eiga. Pointið mitt er ekki að þeir láti milljónirnar flakka bara af því þeir eigi þær, heldur að þegar peningarnir eru nægir þá velji slíkir einstaklingar sér þá hluti sem þá virkilega langar í og þeir eru tilbúnir til að greiða fyrir að fá nákvæmlega þá vöru. Ef þú ætlar á annað borð að greiða 10+ milljónir fyrir bíl þá er eins gott að þú sért að fá hann eftir þinni pöntun. Það er síðan bölvuð óheppni ef hann kemur síðan inn á öðru verði en búist var við eins og var í þessu tilfelli.
Ég hef líklega komið þessu eitthvað klaufalega frá mér áðan, en hugsunin lá í því að þarna var væntanlega spurning um að kaupa nýjan bíl eða notaðan - sama ákvörðun og fólk veltir fyrir sér dags daglega nema á öðrum og lægri skala. Gengið var á þessum tíma ekki issue og því voru hlutföllin milli notaðra/nýrra bíla eðlileg.