Jæja best að maður fari að sýna að eitthvað sé í gangi í þessum blessaða bíl manns, sem hefur reyndar ekki sést almennilega hérna á kraftinum nema í einni töku sem ég og hjaltib tókum af mínum og bensanum hans.
Þannig er mál með vexti að miðstöðin mín blæs eiginlega engu lofti í gegn lengur, gæti verið stífluð sía eða eitthvað, bara ekki alveg með það á hreinu. Þannig að ég og frúin tókum okkur til og byrjuðum að rífa herlegheitin núna 27 desember

Það er algjörlega óþarfi að fá vini með sér þegar frúin getur allt!! Hreinn snillingur þarna á ferð, og ekki verra að kvenfólk tekur alltaf eftir smáatriðum

Miðjustokkurinn kominn úr og allt að fara í gang

flott útsýni úr aftursætunum

Þetta er litla tölvan sem var í honum

Skelli einni svona í í staðin, afsakið lélega mynd

bara smá partur af draslinu sem kom úr honum, dragklóin þarna reyndar ekkert notuð í þetta verk

aaðeins meira af dóti

Hefur þó nokkuð fallegan afturenda

Lenti í hundleiðinlegu tjóni í sumar, tjónaði framendann og frambretti og húddið, een á allt á þetta


Svo kom mælaborðið loksins úr, eftir smá bras

og í heilu lagi meira að segja

Og lítur þá svona út í augnablikinu


Frúin að störfum, hún lætur ekkert stöðva sig og stendur sig eins og hetja

Kominn inn að miðstöðvarmótor þarna
Jæja læt þetta gott heita í kvöld, elementið er reyndar komið úr en gleymdi að taka mynd af því

redda því á morgun eða hinn.
Svo er sjálfskiptingin farin enn einu sinni

Ætla að kaupa upptektarsett í hana af ljónsstaðabræðrum og dunda mér við að fixa, svo verður bíllinn heilmálaður í sama lit
Aðeins fleiri myndir á
http://flickr.com/photos/emilth

_________________
BMW 730i E32 1991
BMW 316i E36 1992 - Seldur
http://flickr.com/photos/emilth