gstuning wrote:
Í staðinn fyrir að hafa langann lista af snúningum , væri ekki sniðugara að hafa bara dálk sem maður velur X snúning og þá reiknast fyrir mann hraðinn í öllum gírum miðað við þann snúning,
og sleppa þá "reikna rpm á X km/klst" dálknum
Spáði aðeins í þessu og endaði á að hafa listann en festa efri hlutann á skjalinu þannig að þó maður skrolli niður listann þá helst efsti hlutinn. Mér fannst ég svo oft vera að spá í hvernig hann væri á þessum og hinum snúningnum og þá væri vesen að þurfa alltaf að slá inn rpm í staðinn fyrir að sjá það bara strax í listanum og með listanum sér maður fleiri en einn snúningshraða í einu á skjánum fyrir samanburð.
Kannski mætti listinn vera styttri, þ.e. með færri snúningum, 1000, 1200, 1400, o.s.frv.. ?
gstuning wrote:
Gætir meira að segja bætt inn reikning sem gerir þá ráð fyrir í hvaða snúning maður dettur niður í uppskiptingu , og notað það sem grafið í staðinn fyrir það sem er núna eða bætt því við bara.
svipað og það sem er í BMW owner manualinum.
Held ég átti mig á hvað þú ert að meina en samt ekki alveg viss... Ertu að meina að grafið sýndi hvern gír á eftir öðrum m.v. upplýsingar um hvenær er best að skipta? Fer væntanlega samt eftir svo mörgum breytum, afli, max-rpm, spyrnuskipting vs. smoothskipting og þessháttar. Ertu nokkuð með dæmi um hvernig þetta væri reiknað og sett fram? Þetta gæti kannski komið sem viðbót í sérstökum flipa í skjalinu en notað sér samt upplýsingarnar úr þeim fyrsta.