Hmm, enn annar E28 bíllinn?

Ég tel mig hafa gert góðverk í fyrradag, þegar ég sá þennan bíl kominn inn í geymsluportið hjá Vöku.
Sá aðeins glitta í afturendann á honum, greinilega E28 þar á ferð....
Auðvitað varð ég MEGA FORVITINN....
Ég hafði upp á nafni eigandans í gegnum skrifstofuna hjá Vöku og eiga þau þakkir skilið fyrir að hafa hjálpað mér

Stelpa sem átti bílinn var að fara henda honum....en hann var hirtur af henni númerslaus áður en hún náði að fara með hann í förgun.
Annars, stelpan sem átti bílinn vildi ólm losna við bílinn svo ég keypti bara bílinn af henni.
Svo sólarhring seinna var bíllinn kominn í Keflavíkina fyrir utan heima hjá mér.

Mér finnst eins og ég hafi BJARGAÐ honum

*27.01.2009*
* Ákvað að skíra þetta verkefni
"Blátt áfram" 
*
Nánari lýsing á tækinu:
BMW 518i E28Nýskráður 27.06.1986 á Íslandi
Framleiddur í Maí 1986 samkvæmt BMW.
5 Eigendur á undan mér.
M10B18 mótor
Ekinn 219.000 km
Beinskiptur
BMW Arktikblau
Aukabúnaður:
Enginn held ég

Planið með bílinn er það fyrsta að fá skoðun á hann, hann hefur ekki farið í skoðun síðan 2005. Þar á eftir mun ég aðeins snýta honum og ditta að því sem þarf að ditta að.
Þvottur og bón mun gera mikið

Leyfi þessum fyrstu myndum að tala sínu máli.








Bara farþegasætið er með leður á köntunum


