Jæja...eins og hefur komið fram hér á kraftinum eignaðist ég þennan bíl fyrr í sumar.
Upprunalegt plan var að rífa hann í varahluti en eftir nánari skoðun þá á bíllinn miklu meira eftir en ég hélt.
Nánari lýsing á tækinu:
BMW 520iA E28
Nýskráður 14.08.1987 á Íslandi
Framleiddur í Nóvember 1986 samkvæmt BMW.
Fór reyndar í frí til Svíþjóðar í 3 ár...
17.11.1995 Endurskráð
11.06.1992 Afskráð
M20B20 mótor
Ekinn 119.000 km
Sjálfskiptur
BMW Alpinweiss
Aukabúnaður:
Dráttarkrókur
Leyfi þessum fyrstu myndum að tala sínu máli.
Þessar voru teknar í sumar af fyrri eiganda....
Svo tók ég þessar myndir í fyrra þegar ég rakst á hann í Hafnarfirði.
Ég gerði þau mistök í sumar að selja úr þessum bíl struttann að framan bílstjóramegin.
Eðlilegt miðað við að ég ætlaði að rífa bílinn
En svo þegar ég skoðaði bílinn og feril hans betur þá skipti ég um skoðun og ákvað að reyna gera bara við hann.
Ég fékk bílinn í því ástandi að það heyrðist verulega í skiptingunni þegar bíllinn var búinn að hitna.
Það sem ég er búinn að gera síðustu dagana.....
1. Skipta um olíu, síu og pönnupakkningu á sjálfskiptingunni.
2. Ný stýrisstöng h/m framan.
Eftir olíu og síuskiptin á skiptingunni þá hætti að heyrast í skiptingunni, jafnvel eftir að hún hafði hitnað.
Vona að það hafi dugað, annars fékk ég auka m20b20 skiptingu hjá Sigga sh4rk, ef illa fer
Og svo sökum þess að ég seldi struttann bílstjóramegin að framan, þá þurfti ég að redda því einhvern veginn.
Ég átti til strutt, en á hann vantaði gorm, bremsudælu og bremsudælubracket.
Kom í ljós að ég fann hvergi bremsudælubracket, því hafði verið hent af eigandanum sem keypti af mér struttan

´
Ég reddaði því þannig að ég ákvað að skella bara í hann E32 730i bremsudælum og diskum sem ég átti á lager
Það eru kældir diskar, 305x25mm diskar í stað 285x22mm sem eru original í 520iA.
Í kjölfarið af þeim breytingum þá komast 14" felgurnar ekki aftur undir sem hann var á
Og til að redda gorminum þá keypti ég Mtech gorma af gunnari hér á kraftinum. E30 Mtech gormar...
Ég á eftir að klára blæða nýju bremsurnar og svo get ég farið út að prufukeyra
