Jæja, loksins eitthvað að gerast í E34 málum. Dróg 518i partabílinn minn niðrá verkstæði um 8 leytið í kvöld, byrjaði svo aðeins að spaða hann.
Engar myndir en ég tók drifið undan honum, það er 4,27 hlutfall, sem ég held að verði bara kjánalegt en samt pínu gaman.
ATH þetta drif er einungis tímabundin lausn til þess að færa bílinn á milli staða á meðan ég finn mér læst drif.
En mig langaði bara til að rifja aðeins upp á meðan ég er að græja gripinn.
Smávegis útlitsbreyting frá því ég fékk bílinn fyrst og svo til dagsins í dag.
Þegar ég fékk hann
Svo þegar hann var orðinn þokkalegur í útliti.
Þarna er hann vel útlýtandi en vélin ekki alveg að gera sig.
Svo náttúrulega kom að því að heddpakkning gaf sig, TVISVAR.
Þannig að ég keypti nýjan mótor og setti í, eftir að ég tók hann sjálfur almennilega upp, þá verð að ég að segja að hann hafi aldrei verið betri, hann er þýðari, aflmeiri og OFHITNAR EKKI.
En aftur á móti útlitið á honum núna er EKKERT til að hrópa húrra fyrir, en virknin er til staðar, þannig að núna verður farið í fjöðrun, fóðringar að aftan og boddý, er búinn að skipta um allt í frammendanum.
Fleiri update á næstunni þegar ég byrja að panta hluti í hann.
