það er nú löng saga að segja frá því....
Í stuttu máli sagt, þá er ég afskaplega mótfallin þessu en lenti líka í því síðasta vetur þegar ég var nýkominn á hann að komast ekki úr stæðinu heima og sömuleiðis hélt hann ekki ferð upp brekkur. Það var reyndar á sumardekkjum en viðbrigðin voru svo mikil af M5 bílnum að ég hreinlega þorði ekki að hafa hann á ónelgdu sérstaklega ekki þar sem mér tókst ekki að redda læsingu fyrir veturinn.
Svo er það nú þannig að ég er minnst á bílnum þar sem konan mín er heima og ég geng oftast í vinnuna, hún þarf að snattast með tvo krakka og ég veit ekki hvort ég gæti hangið á honum ef hún myndi stoppa alla umferð einhversstaðar á hálkublett. Ég þarf að koma mér í mjúkinn líka svo ég geti splæst á mótorhjól í sumar...
Reyndar gat ég aðeins spreytt mig á honum um daginn, þannig að ef þetta verður ekkert mál þá pilla ég bara naglana úr - er hvort eð er byrjaður að spæna þetta úr með gjöfinni
Þú ættir bara að kíkja á mig einhverntímann, mig langar að sjá Clioinn líka...
Ertu á svarta eða vínrauða, ég gleymi því alltaf? Þori aldrei að heilsa þegar ég tel mig sjá þennan bíl (svo er nú ekkert auðvelt að spotta þessa bíla í fljótheitum).