Ég fékk mér þennan fyrr í sumar, en eins og segir í fyrirsögninni þá er þetta 01' E46 320ci. Þetta er alveg þvílíkt skemmtilegur bíll sem leynir á sér.

Fæ að stela speccum frá seljanda:
Litur: Cosmosschwarz Metallic
SSK/BSK: Beinskiptur
Aukuhlutir: Ársgamlar 18" álfelgur með sumardekkjum á og aðrar eldri með vetrardekkjum á. Bæði nýlegar taumottur og gúmmímottur.
Ástand: Bíllinn er vel með farinn og í góðu ástandi. Fór með hann í gegnum skoðun í júní án athugasemda. Eyðir litlu, ca. 10l/100km. skráð afl er 149 hö. Svört tauáklæði á sætum. Rafmagn í öllu og cruise control. Xenon ljós.
Fæ líka að stela nokkrum myndum frá honum:

Og svo ein sem ég tók sjálfur, en heppnaðist ekki alveg.

Ég er með nokkrar útlitsbreytingar planaðar fyrir gripinn. Ég ætla að byrja á því að laga eina risadæld sem er bílstjóramegin. Síðan er ég að bíða eftir
M-framstuðara sem ætti að koma til landsins í næsta mánuði. Eftir að hann er kominn á ætla ég að versla mér
lip og
roof spoiler og smella
angel eyes á hann.
Ég á eftir að setja inn fleiri myndir, og þá sérstaklega þegar ég kem eitthverju í verk.
Kveðja,
Steini.