Já IT 629 er því miður farinn til himna. Skipting sem var orðinn þreytt vildi ekki vera í 5 gír, datt alltaf úr honum. Þurfti að halda við stögina til að vera í gír. En svo fór kúpplingin í (kömbonum)

Efst í kömbonum ég alveg "Shit! ég sé að það er ekki bíll að koma á móti þannig ég tek u-beygju á svona 60-70

náði varla beygjuni, enda fór ég aðeins útaf en nóg til að gera gat á pönnuna. Ég varð svo náttúrulega olíulaus og vélin kaput. Vöðvastýri í síðustubeygjuni og inn á planið hjá bónus. Þaðan var hann svo dreginn á selfoss.
En Jú TMK-79 er í minni eign. Reyndar alveg happ og klapp þegar ég kaupi hann. Sá einn auglýstan á bilasolur.is ég hringi og þeir benda mér á eigandan. Ég hringi í hann og fæ að skoða. Verð ævinlega ástfanginn. Jú það eru 2 göt á afturbrettinu, brotið loftnet og annað gat sem er með gummí tappa í. 2 hagkaupsbeyglur annars heill. Svo daginn áður en ég ætlað að fara að spreða reiðufé fæ ég einkapóst frá fyrri eiganda. Hann bendir mér á vatnsleka!! Segir að bílinn hafi verið byrjaður að brenna vatni og vesen áður en tryggingarnar kaupa af honum. Ég fer í sjokk og fæ vangaveltur byrja að sveifma. Ég læt það sammt eftir mér og kaupi bílinn, eftir að eignadi sagði mér að það sé nýr vatnskassi og allt því tengt sé nýtt. Ég bruna heim sáttur en morgunin eftir fæ ég vatnsviðvörun í mælaborðið. Ég set 1l vatn á hann til að komast í vinnuna en þegar ég kem þangað sé ég að það lekur með hosuklemmu. Ég herði hana og hann hefur ekkki lekið síðan.
Það er fleirra sem mig langar að skifa um varðandi tmk-79 ég geri annan þráð um það, þar sem það á ekki við um E28
Og já gert var við Fubar hjá Nýsprautun keflavík.
Ragnar