Danni wrote:
Angelic0- wrote:
Þessi bíll er mjög heill...
Hjólalega er slæm farþegamegin að aftan, húddið skemmt, framljós brotið, brettið ónýtt, og stuðarinn skemmdur....
Ónýtur rúðu upphalari hægra megin að aftan, afturbrettið komið með
ljótt ryð út frá nuddi sem hefur látið lakkið flagna í burt, ventlalokspakkningar svo ónýtar að það eru komið þykkt lag af skítugri olíu í kringum ventlalokin á sumum stöðum. Þetta, plús það sem þú nefndir, er bara það sem ég sá við stutta skoðun.
Trúðu mér, Aron þarf ekki að vera bitur að hafa misst af þessum gæða 540, enda var það hans val að taka hann ekki. Sá sem var að selja þennan bíl vildi fá 150þús á milli í skiptum á bílnum hans Arons. Fyrst hann var svo til í selja á 300þús þá segir það að Aron hefði fengið 150þús fyrir sinn 325 sem er langt frá því að vera raunhæft verð fyrir þann bíl.
300þús er hinsvegar mjög gott verð fyrir E39 540 sama þótt að það þarf að eyða næstum sömu upphæð í að gera hann góðan.
En fyrir 500þús, tæki ég frekar 325 hjá Aroni sem er orðinn góður og flottur í staðinn fyrir að kaupa bíl sem þarfnast aðhalds á 300þús og eyða 200þús+ í að gera hann góðan og flottan. Þetta er mín skoðun

Það kostar heilar 10þúsund krónur að gera við þetta LJÓTA ryð sem að er komið í afturbrettið.... á okkar díl reyndar... en skiptir engu...
Ventlalokspakkningarnar voru í skottinu á bílnum og fylgdu, en þið hefðuð kannski tekið eftir því ef að þið hefðuð skoðað bílinn aðeins betur...
Rúðuupphalarinn er til hjá mér, og hann fær hann gefins....
Borgar sig að vera kurteis og kammó... það skilar mönnum áfram...
Áætlaður kostnaður við að gera þennan bíl alveg 100%... innifalið kostnaður við kaup á bílnum... 600þ...
IMHO algjörlega þess virði
