BMWKraftur hefur tekið Rallýkrossbrautina á leigu fyrir félagsmenn sína í þeim
tilgangi að halda BMW-Krafts ONLY dag á brautinni.
Laugardaginn 9. ágúst verður BMWKrafts-leikdagur á Rallykross brautinni.
Aðeins gildir meðlimir BMWKrafts fá að aka á brautinni þennan dag.
Ég vil hvetja alla sem eru meðlimir og eiga BMW að koma og keyra. Þú þarft ekki að vera á E30 með lsd til að skemmta þér þarna, það er gaman að keyra alla bíla! Ekki vera hræddir við að koma og prufa 
Ef menn ætla ekki að keyra þá bara endilega að koma og horfa á.
Brautin opnar kl 12 og verður opin fram eftir degi
Ég og Aron Andrew ætlum ekki aðeins að sýna takta okkar á brautinni heldur ætlum við að sýna ykkur líka hvernig á að grilla slöngur!
Boðið verður uppá bestu slöngur sem hægt er að fá---- KRAFTSslöngur
Áhorfendur eru beðnir um að leggja ekki inn í pitti heldur hjá sjoppunni eða á svæðinu áður en komið er inn í pitt.
Vinsamlegast farið varlega á malarveginum.
Eknir eru 5 hringir í einu.
Einungis einn bíll mun verða í brautinni í einu.
Bílar þurfa að vera með skoðun og með tryggingarviðauka.
Og standast skoðun á staðnum ef þurfa þykir.
Menn fá ekki að aka ef dekk eru orðin slitin inn í striga.
Ökumenn þurfa að framvísa gildu ökuskírteini.
Öllum sem taka þátt er skylt að nota öryggishjálm. Vinsamlegast komið með eigin hjálm, það flýtir fyrir.
Gjald fyrir að aka er 1000 kr.
Þeir sem ætla að taka þátt verða að koma með tryggingarviðauka og pening og skrifa undir þáttökuyfirlýsingu á staðnum.
Engin undanþága verður frá þessum reglum.
Ef menn lenda í vandræðum við að rata eða hafið einhverjar spurningar þá hringið í mig(616-2694) eða Aron Andrew (869-6722)
Kv. Skemmtinefndin