| 
					
						 í vor var ég að keyra úr innkeyrsluni hjá mér, á glænýjum bíl eknum tæplega 1þús metnum á 5m+ ég er varla kominn úr innkeyrsluni þegar pólskur farandverkamaður bakkar úr nærliggjandi innkeyrslu inní hliðina á bílnum hjá mér, 
 
 höggið var lítið, en Þar sem hann bakkaði á bílin hjá mér á ferð þá krumpast bíllinn frá þeim stað á frambrettinu sem hann bakkar inní og afturúr, 
 
 mér reyndar fannst hálf fyndið þegar ég mætti í póstinn daginn eftir að gera skýrslu að gerandi hafði sagt mig í ofsaakstri, eða s.s mjög hratt!,  sem er mjög fyndið meðað við að hann bakkaði útúr innkeyrsluni í þarnæsta húsi við mig, inní hliðina hjá mér sem var kannski búinn að keyra 15-20m..  bíllinn næði nú öruglega ekki nema hámarkshraða á þessum spotta ef ég hefði reynt það, 
 
 ég fer með bílin á verkstæði, og skil hann eftir þar, enda var ég að fara í flug út morgunin eftir, 
 
 þegar ég kem aftur og fer að garfa í málinu, þá er búið að meta tjónið og allt það og greinilegt að þetta fellur inn á "viðgert" zone, ég er hinn ósáttasti, og tala við vís, og segji að ég óski eftir því að fá bílin ekki viðgerðan, þetta sé nýr bíll, ekinn 1þús, og ég hafi bara engan áhuga á að eiga hann eftir þetta, þeir taka ekki vel í það og vilja laga bílin, en höfðu samt tekið sér góðan tíma í að áhveða hvað væri gert, á meðan beið ég bíllaus, og var svo úthlutað polo bílaleigubíl, 
 
 svo veit ég ekki hver andskotinn fer að ske í þessu, en ég er búinn að bíða núna eftir bílnum í um 4 mánuði, ég fór að spá hvort bílaleigubíllinn sé ekki búinn að vera dáldið lengi á svæðinu, þá er mér tilkynnt að vís borgi ekki bílaleigubílin meðan ég bíð eftir varahlutum, og fékk ég senda himinháa rukkun fyrir bílaleigu bílnum á þessu tímabili sem ég er búinn að bíða, og núna er ég með annan bíl á leigu til að komast til vinnu, 
 
 ég er svo ósáttur að það kraumar í hausnum á mér.. , ég rétti vís formlega löngu töngina áðan, og grýti eggjum í þetta lið ef þetta bull heldur áfram 
					
						 _________________ M.benz E320 Family Wagon Chevrolet Silverado vinnujálkur Chevrolet Silverado skúrajálkur Cadillac eldorado 1973, ísbíll 
					
  
						
					 |