Ég sá þennan bíl á bílasölu uppá Kletthálsi í gær, fannst það frekar undarlegt að sjá hann þarna í svona annarlegu ástandi með engin söluplögg.
Ræddi svo aðeins við kappana og rúllaði heim á honum áðan.
Sumir kannast örugglega við þennan bíl en bæði Danni og Hannes hafa átt hann, en eftir að hann fór af Suðurnesjunum hefur hann snarversnað.
T.d.
Ryð hefur heilsað upp á nokkra fleti á bílnum
Einhver snillingur hefur tjakkað hann vitlaust upp
Skiptingin er að fremja sjálfsmorð - Fer í Transprogram og er leiðinleg
Billjón sprungnar perur
Endurskoðun 2, sett út á helling af smotteríi
Og svo ónýtur rafgeymir
En vélin virðist mjög solid þrátt fyrir 256þ km, drifið er læst, , innrétting mjög heil og boddí bara fínt. Og ég þarf varla að minnast á þetta SLAMM !
Vonast til að gera OZ390 meira en góðan á ný.












Ákvað að henda inn lista af öllu viðhaldi/breytingum sem hafa átt sér stað, svo ég muni nú hvað ég hef gert
Nýr rafgeymir í 256þ km
Skipt um diska að aftan, ásamt klossum, handbremsuklossum og gormum fyrir handbremsu í 257þ km
Beinskipting sett í staðinn fyrir sjálfskiptingu vorið 2009, allt til þess fengið úr NT-235.
Læsingin færð yfir í 3.23 drif
OEM e60 short shift gírstöng og ZHP M-tech gírhnúi(styttri og þyngri) hent í með gírkassanum, glænýtt - Stutt og solid á milli gíra
Nýar pústpakkningar í 257þ km
Nýir gírkassapúðar í 257þ km
Skipt um bensínslöngur frá tanki í 257þ km
Powerflex poly fóðringar í ballansstöng að framan í 258þ km
Allir stýrisendar endurnýjaðir ásamt millibilsstöng og stýrisupphengju í 258þ km
Driflokspakkning og pakkdósir við úttakssköft nýtt með nýrri vs500 olíu í 258þ
Nýir spindlar báðu megin að framan í 258þ
Nýir ballansstangarendar að framan í 258þ
Nýar spyrnur báðu megin að framan í 258þ
Nýr vökvi á vökvastýrinu í 258þ
Nýir handbremsubarkar í 259þ
Hellingur eftir svo maður verði sáttur og svo þarf ég að lappa upp á útlitið á næstunni, búinn að eiga bílinn í ár og keyrt hann rúma 2500 þ km
