Held að ég moddi ekki hurðafjöldann
Annars er ekki mikið búið að gerast í þeim bláa nýlega.
Þegar hr. X var hérna þá rifum við ofan af mótornum til að sjá hvort
allt væri ekki í standi og allar slöngur væru í lagi. Vorum að reyna
að finna út úr furðulegum hægagangi - bíllinn rokkar í hægagangi.
Fundum ekkert í ólagi og það eina sem er suspect er lausagangs-
ventilinn - ætla að skipta um hann. Fyrst að við vorum búnir að
rífa allt ofanaf þá notuðum við sénsinn og skiptum um kerti og
settum ný háspennukefli sem ég keypti ódýrt á m5board.
Settum í gang með allt opið að ofan og það var svolítið magnað
að sjá hversu seint throttle bodyin opnast - bíllinn er að ganga
upp í ca. 4000 snúninga í gegnum lausagangsventilinn einan.
Þegar þetta var svo búið var útbúið temporary fix á plenum coverinu
til að geta mappað:
Þessi viðgerð dugði rétt meðan við vorum að mappa en þá fór gamla
sprungan fremst á coverinu að gliðna meira í sundur. Þannig að þar
til að nýja CF lokið kemur þá er bíllinn ekki að halda fullu boosti.
Þegar við vorum að mappa þá var hr. X kominn með map sem gaf
helvíti mikið low down power og við vorum báðir vissir um að þetta
væri betra og bíllinn sprækari. En hann var harður á því að við
ættum að tímamæla þetta - "the stopwatch doesn´t lie".
Þannig að við tókum 3ja gírs pull frá 2000 rpm upp í 7000rpm.
Nýja mappið gaf tíma á bilinu 7.9-8.0 sek en það gamla gaf okkur
tíma á bilinu 7.4-7.5. Alveg magnað - algerlega gagnstætt því sem
maður upplifði. Þannig að við fínstilltum bara gamla mappið og
létum það duga.
Annars var ég núna að prufa að setja undir bílinn 4 stk. OEM afturfelgur
með Toyo RA-1 dekkjum. Þetta er vel breitt að framan - tekur svolítið
í stýrið í rásum:
Er nú mun sáttari sjálfur við Hamann undir bílnum og fara þær aftur undir
fljótlega - prufaði þetta bara þegar sprakk annað afturdekkið um daginn.
Fínt grip í þessu Toyo dóti samt.
Svo er hér eitt skot af hr. Blowoff:

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...