Nei í fúlustu alvöru, þá finnst mér svolítið mikið að vera með meira en milljón í höndunum þegar ég er að keyra. Ég vil eiga alla mína bíla, vil ekki hafa þetta á lánum, svo það er slatti peningur til að láta liggja í bíl!
En ég verð að viðurkenna það að það er hrikalega gaman að vera á svona tæki. Ég hefði aldrei keypt þennan bíl nema af því að ég fékk hann á mjög góðum prís! En... það breytir því ekki að þetta er slatti af pening.
Og þó að ég sé að auglýsa hann til sölu, þá er ekki þarmeð sagt að hann seljist! Ef ég á að segja eins og er þá býst ég ekki við að hann seljist, í vetur vegna þess að:
-Það er ekki góður markaður fyrir svona bíla á þessum tíma
-Það vilja flestir hafa þetta á lánum, ekki bíla sem er ekkert áhvílandi
-Þessir bílar eru frekar þungir í sölu
-ég er ekki hrifinn af að taka eitthvað dótarí uppí (þó er alltaf möguleiki með bmw)
-ég ætla ekki að selja hann á einhverjum mega díl! Ég sel hann ekki nema ég fái gott verð fyrir hann, því ég þarf ekki að losna við hann á undirverði eins og sumir þurfa í þjóðfélaginu í dag
Ef hann selst, þá hugsa ég að ég myndi fá mér ódýrari bíl aftur. E34 eða alveg eins E28/E23. Það eru mjög skemmtilegir bílar og ódýrt að eiga og reka. En svo er annað mál þegar maður á plenntí monní! En hvenær verður það eiginlega.......
Varðandi það að þetta sé ekki kjörinn vetrarbíll, þá er það rétt ef tekið er mið af einhverjum sem er ekki með sömu dellu og ég. En þetta er kjörinn vetrarbíll fyrir MIG. Hann er allt sem ég vil, ég sætti mig alveg við að þetta sé snjó-sleði
Sæmi
Sæmi