Kvöldið,
Lenti skemmtilegheitum í kvöld með E39 540 bílinn minn, var að taka framúr á Reykjanesbrautinni og þá festist bílinn í botngjöf.
Drap á bílnum og setti út í kant, prófaði að setja hann aftur í gang og hann fer í botngjöf um leið og hann fer í gang. Opnaði húddið, hamaðist á bensíngjöfinni í vélinni fram og til baka en hún var ekki föst inni eða neitt slíkt. Þetta var það eina sem mér datt í hug að gera, endaði á að láta draga bílinn heim í borg óttans þar sem ég vildi ekki skilja hann eftir úti í kanti á Reykjanesbraut.
Er eitthvað sem ég (sem er algjör auli þegar kemur að viðgerðum) get gert annað en að láta draga hann til B&L/TB og láta þá kíkja á málið?
N.b. þá var vesen með inngjöf í starti á bílnum sl. sumar, það endaði með endurforritun á tölvunni frá grunni hjá B&L sem leysti málið. Grunar þess vegna að þetta gæti verið tölvumál, og þá er víst lítið sem maður getur gert. En er eitthvað annað sem imbi eins og ég get gert sjálfur?
Öll svör eru vel þegin
