Ég er fyllilega sammála því að sum comment eru óþörf, og hreint út heimskuleg...
Ég varð óvart valdur að drama í lúkasarþræðinum hér í gær og/eða hinn.
Hefði kannski mátt hugsa mig um einu sinni til viðbótar áður en ég póstaði!
(legg nú samt í vana minn að lesa yfir innlegg og taka "lokaákvörðun" áður en ég pósta)
En sumir finnst mér samt alveg mega fara setja kork í leggöngin á sér og láta sum komment sem vind um eyru þjóta og halda áfram að lesa, frekar en að byrja að væla eins og kellingar vegna þess að þeir hefðu sjálfir ekki skrifað viðkomandi póst og finnst pósturinn mögulega getað sært blygðunarkennd einhverra
Fyrst að ég minntist á þráðinn þar sem ég varð óvart valdur að drama, vil ég koma því á framfæri að þetta er
alls ekkert skot á þá sem að þrættu við mig í þeim þræði!
Heldur hef ég oft orðið vitni að því að ef að einhver tvíræðni eða óvissa varðandi póst gerir vart við sig, að þá eru það stundum fyrstu viðbrögð hjá sumum að ganga út frá því versta sem mögulega hægt er að lesa úr viðkomandi pósti og fara upp á háa C með það!
_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,