Gunni wrote:
gunnar wrote:
Mórallinn á þessu spjalli hefur bara farið alveg í mínus seinustu daga, ætli hann sé ekki að meina það.
Mér hefur alla vega fundist mórallinn hérna ansi slappur seinustu daga.
Ég er algjörlega sammála því.
Þetta eru nú bara örfáir aðilar sem um ræðir í þessu samhengi. Menn geta
mjög auðveldlega séð hverjir það eru með því að fletta í gegnum þessa 2-3
þræði þar sem allt volið hefur verið.
Hvernig væri nú að þið sem hafið hvað mest staðið fyrir þessum leiðindum
HÆTTIÐ ÞVÍ STRAX áður en allir fá gjörsamlega uppí kok af ykkur ?
Maður veit eiginlega ekki hvað er hægt að gera til að sporna við þessu bulli,
hafa viti bornir menn hérna einhverjar uppástungur ?
Í nýjustu útgáfunni af phpbb er víst hægt að ignora pósta frá aðilum sem þú
nennir ekki að sjá pósta eftir. Ætli það sé ekki bara að verða besta lausnin ?
Heyrðu félagi.... þú skalt ekki skjóta þessu neitt til mín, ég er búinn að bæta mig verulega hvað vönduð innlegg varðar
í söluþræðinum hjá Muggi er ég einfaldlega að benda á þær staðreyndir að þetta er almennt vandamál með E39, það eru ófáir E39 sem að ég hef fundið ryð í bensínlokinu á... þar á meðal minn, en það er búið að laga það..
Ég benti einnig kurteisislega á að það væri algengt vandamál að speglarnir færu að flagna líka !!! ( ATH Þetta er líka vandamál hjá mér )
Og svo eiga rúðuþurrkuarmarnir það líka til að flagna....
Ég var ekki með neitt bögg í síðasta þræði, samt nafngreindirðu mig þar....
Eina sem að var á gráu svæði hjá mér (að mér fannst sjálfum þegar að ég endurskoða þetta) er að ég sagðist myndu hjálpa Arnari að tússa á gleraugun hjá kauða (ekki það að ég viti nokkuð hvort að viðkomandi er með gleraugu)...