Ég er ekki ennþá búinn að sjá nein rök í þræðinum fyrir því að breyta spjallborðinu nema því að þá sé hægt að pósta vídeóum...
Sé nú alveg fyrir mér að það væri óþolandi þegar menn eru farnir að pósta inn fullkomlega off-topic vídeóum inn í þræði o.s.frv.
Það er engin tæknileg hömlun í gangi, hefur bara ekki verið nein ástæða til að skoða þetta hingað til. Eru einhverjir kostir við hin forumin fram yfir þetta?
Persónulega finnst mér þetta það þægilegasta af þeim sem ég hef notað en það er líka líklega vegna þess að maður hefur notað það langt mest.
Eðlilegasta framþróunin væri auðvitað að fara í phpBB3 en ég hef ekki kynnt mér nógu vel hvað það býður uppá umfram 2 af hlutum sem skipta máli.
Kannski að reglan "If it works - don't fuck with it" ríki of sterkt hérna 
