Aron Andrew wrote:
Er stökkið frá e46 í e92 svipað og e36 í e46?
Hefur þú ekki prufað þá alla Sveinn?
Hef ekki prufað E92 M3 ennþá þrátt fyrir að hafa verið boðið að fá bíl yfir helgi frá Arnold Kontz (dílerinn á móti bankanum). Funky shit það að hafa ekki þegið boðið.

Ætti kanski að fara að drífa í því.
En E92 er almennt virkilega líkur karakter og E60 hef ég heyrt og trúi því s.s. alveg því að mér fannst E46M3 vera mjög líkur E39M5 (fyrir utan aflvsviðið á mótornum). Innrétting, ballance, fílingur allur hinn sami nema í smærri mynd í E46.
Ég hef keyrt nokkra E90-92 bíla (frá 320d upp í 335i) og ef ég ber þá saman við E46 af sömu stærðargráðu er dálítill gæðamunur og töluvert annar fílingur.
s.s. ég hef ekki "tekið í" E92M3 en ég hef "tekið" E92M3 og það frekar illa.
Mér finnst "stökkið" úr E36 í E46 vera meira svona evolution (persónulegt álit) þar sem um keimlíkan mótor er að ræða og karakter. Hinsvegar er performance hliðin á E92M3 það miklu öflugri en E46 að þar er örugglega um stökk að ræða. Kanski líkt og stökkið á milli E39M5 og E60 sem er gríðarlegt að mínu mati (og ég er ekki bara að tala um straight line hröðum).
En það eru að verða rosalega góð kaup í E46M3! verst hvað menn eru lítið hrifnir af því að tjúna mótorinn á þeim v.s. minn gamla S50B30 sem fróðir menn (og all margir) hafa sagt að sé gjarnan swappað ofaní E46 race bíla sem er verið að byggja, s.s. út með S54 og í með S50B30. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
5. edit á þessum pósti.. alltaf að bæta við..
E92M3 er að koma með M-DTC skiptingu (7 gíra double clutch) og sá bíll á eftir að vera þvílíka eldflaugin!!! ég hef prufað svona DSG skiptingar og þvílíkt flott system sem þetta er. M-DTC skiptingin á eftir að cutta niður hröðunar og brautartíma á E92M3 alveg helling. Brjálæðislega hraðar og flottar skiptingar.