Sælir öðlingar,
Bíllinn minn tók upp á því að byrja að leka bremsuvökva.
Eftir að hafa skriðið undir bílinn sýnist mér þetta koma frá aftari bremsurörunum

.
Skilst að það sé frekar leiðinlegt að skipta um rörin þar sem þau fara yfir tankinn. Hefur einhver gert þetta hér sem getur gefið mér ráð?
Svo var ég eitthvað að gæla við það hvort maður eigi að kaupa "braided" hosur í leiðinni og svo hvaða vökva ég eigi að setja á þetta.
Veit ekki með þetta seinasta þar sem ég er ekkert að fara að taka mikið á bílnum í bráð og skilst að maður þurfi að skipta mun oftar um 5.1 DOT vökva en þann venjulega?
Spurningarnar sem sagt:
1) Einhver ráð varðandi bremsu-röra skipti
2) Borgar sig að kaupa braided hosur fyrir götunotkun?
3) DOT 4 sem dugar lengur eða 5.1 sem er betri en dugar skemur og þarf að blæða bremsur "reglulega"