bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 01. May 2025 22:18

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 
Author Message
 Post subject: 540 e34 vesen
PostPosted: Fri 04. Apr 2008 23:18 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sun 05. Feb 2006 16:55
Posts: 217
Location: Reykjavík
Jæja bíllinn tók uppá því nú áðan að fara ganga illa og gerði ekkert þegar ég steig niður inngjöfina heldur rétt mallaði áfram, samt gat ég náð snúningnum upp þegar ég var með bílinn í park. Svo er lausagangurinn í honum lélegur líka mikil gufa úr pústinu en samt er enginn skrítinn litur á olíu eða neitt sem bendir til að heddpakkningin sé farin.

Ég fékk bílinn úr B&L fyrir viku síðan þar sem að þeir sögðust hafa lagað vandamálið og þessi gufa sem væri að koma úr pústinu væri útaf vélin væri að taka falskt loft inná sig. Þrátt fyrir að þeir hafa lagað það þá hefur bíllinn verið að leka/sjóða vatni af vélinni og ég er búinn að bæta ca 8L af 50/50 frostlög/vatni á vélina á einni viku...

Er ekki líklegast að það séu bara einhverjir skynjarar farnir sem valda þessu? (fyrir utan lekann á vatninu)

Svo var ég að spá ef að það kemur bilun sona rétt eftir að maður fær bílinn úr viðgerð fær maður það eitthvað bætt?

_________________
540 e34(touring) til sölu
316 e46 SS611 seldur :)
540 e34 TMK 79 seldur :(
320 e36 KY 398 ónýtur :(


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 04. Apr 2008 23:25 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Ef það er ekki pollur undir bílnum þegar þú hefur látið hann standa, þá er vatnið að fara inn í vélina!

Vélin sýður ekki vatni af vélinni. Kælikerfið er lokað kerfi sem ekkert gufar upp af basically.

Það er ekkert gefið mál að heddpakkning fari þannig að vatn fari í olíuna. Hún getur alveg farið á þann veg að það leki bara vatn inn á hana.

Fyrsta mál að athuga, lekur bíllinn kælivatni. If yes, then fix it. If no,.... you've got a serious problem!

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Apr 2008 01:02 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Feb 2004 15:03
Posts: 3465
Location: norður í rassgati
miðað við þessar upplýsingar bendir allt til þess að vatnið sé að leka inná brunahólf, sem þýðir að heddpakkning eða hedd sé ónýtt. Pakkning náttúrulega líklegri.

_________________
kv. Jakob B. Bjarnason


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Apr 2008 13:29 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Wed 21. Feb 2007 22:15
Posts: 444
Location: RVK
Ég lenti í nákvæmlega sömu vandamálum. Herti allar kælivökvahosur; vandamálið úr sögunni.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Apr 2008 19:14 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sun 05. Feb 2006 16:55
Posts: 217
Location: Reykjavík
UnnarÓ wrote:
Ég lenti í nákvæmlega sömu vandamálum. Herti allar kælivökvahosur; vandamálið úr sögunni.


alveg eins með inngjöfina og allt það?

_________________
540 e34(touring) til sölu
316 e46 SS611 seldur :)
540 e34 TMK 79 seldur :(
320 e36 KY 398 ónýtur :(


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 06. Apr 2008 16:25 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Wed 21. Feb 2007 22:15
Posts: 444
Location: RVK
JoeJoe wrote:
UnnarÓ wrote:
Ég lenti í nákvæmlega sömu vandamálum. Herti allar kælivökvahosur; vandamálið úr sögunni.


alveg eins með inngjöfina og allt það?

Ég var kannski fullfljótur á mér :(
Var að keyra í gær og þá alltíeinu verður hann grútmáttlaus og er greinilega ekki að ganga á öllum stimplum :(


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 12 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group