Þar sem ég er að flytja erlendis og tekjurnar í leiðinni að detta niður í námsmanna/fátækrarmörkin þá er sumargullmolinn minn til sölu.
Verð að játa það að ég myndi bara ekki láta þennan bíl frá mér ef ég hefði efni á að eiga hann á meðan ég verð úti í skóla.. En maður verður víst að forgangsraða..
Upplýsingar um bílinn frá fyrri eiganda
Þetta er ‘89 módelið af 320i cabriolet sem kom til landsins 2001, þá var fljótlega settur í hann 2.5L M20 mótor sem Gunni GStuning fékk frá snillingum í bandaríkjunum sem kunna að fara með svona mótara og þessvegna er hann við góða heilsu. Og svo seinna meir setti Danni Djöfull á hann M-tech II stuðarar og Shadowlinaði bílinn.
Bíllinn er ekinn 169.xxx km í dag en mótor soldið yfir 200þús, Ég hef sjálfur haldið þessu góða viðhaldi áfram eins vel og ég get með mikilli hjálp frá GunnaGS.
Ath: Það má bæta 2-3000 km við þessar kílómetratölur eftir aksturinn síðasta sumar
Það sem fyrri eigandi (Einsii) gerði fyrir bílinn:
Ný tímareim.
Nýr strekkjari.
Ný vatnsdæla.
Alternator tekinn upp.
Sett við mótorinn AFM af M30 mótor (Sverara fyrir meira loft (greinanlegur munur á millihröðun)).
Ventlastilltur.
Skipt um innspítingartölvu og nýja útbúin tjúningu frá JimC. (Hjálpaði einnig með góða millihröðun).
Fékk Einar áttavilta til að smíða undir hann pústkerfi sem hljómar einsog sona bíll á að hljóma
Skipti um næstum allar fóðringar í skyptistönginni því hún var gjörsamlega útum allt áður.
Undir bílnum eru líka Powertech demparar og á ég gormana líka en ég skypti um gorma til að hækka bílinn því hann var frekar lár einsog menn þekkja, En það er lítið mál að breyta því aftur með að henda aftur undir hann powertech gormunum.
Svo vorum við Gunni búnir að grauta helling í bílnum þannig að sjálfsagt er ég að gleima einhverju, Mótorinn er allavega stálsleiginn og vinnur alveg einsog 170 hestafla 220 Newton metra mótor á að gera.
Svo því miður gaf læsta 3.90 drifið sig í bílnum fyrir ekki löngu og þessvegna setti ég í hann opið 4.10 drif sem er reyndar að gera fína hluti þrátt fyrir læsingarleisið því bíllinn hraðar sér einsog raketta með þetta hlutfall og frammúrakstur er ekki einusinni erfiði í 5. gír.
Það sem ég gerði fyrir bílinn síðasta sumar
Heilsprautun
Nýr rafgeymir
Óísett smókuð hliðarstefnuljós fylgja
Búnaður
Check Control
Minni OBC
Rafmagn í rúðum
Rafmagn í speiglum
Hitablásari á afturgluggann
Nýjir Alpine Type R og Type S hátalarar allann hringinn
Leður sportstólar
Leður afturbekkur (tveggja sæta)
Bíllinn kemur svo á 16x9 tommu Borbet A felgum og á þeim eru nýleg dekk plús önnur tvö sem notuð voru í tvo mánuði
Hlutir sem þarf að laga
Blæjan lekur meðfram hurðalista
Rafmagn leiðir út, þannig að ef hann stendur í 2 daga þá verður hann rafmagnslaus.
Verð og myndir
Ég er búnað gera dauðaleit að myndunum sem ég tók af bílnum nýsprautuðum síðasta sumar en ég bara finn þær ekki.. Ég mun taka myndir af honum þegar ég tek hann úr vetrargeymslunni eftir rúma viku. Ef einhver getur grafið upp eldri myndir af bílnum þá væri það mjög velkomið, hann lítur alveg eins út og þegar Einsii átti bílinn að því undanskyldu að lakkið er bara alveg frábært í dag eftir sprautunina.
*edit*Fann gamlar myndir af honum
Hérna er hann í mjög góðum félagsskap (lengst til vinstri)
Hægt verður að skoða bílinn eftir rúma viku þegar ég er búnað ná í hann í vetrargeymsluna (út á land).
Verðið er 850þús. staðgreitt
Nánari upplýsingar í EP eða með email:sindriss@gmail.com