bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 17. May 2025 05:12

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 21 posts ]  Go to page Previous  1, 2
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Tue 25. Mar 2008 19:35 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 04. Jun 2005 15:43
Posts: 2186
BMW_Owner wrote:
slapi hvað ertu að bulla :lol: kippa heddinu af til að skoða ventlalokspakkninguna?? :lol:

Já fannst þetta alveg glötuð hugmynd meðaðvið að maðurinn talar alltaf um að þetta sé að koma úr miðstöðinni

Ég myndi gera þetta í þessari röð:

Skoða frjókornasíur.
Hreinsa AC

En þetta fer rosalega eftir lyktinni , hef fundið lykt af brunni miðstöðvarmótstöðu í E39
Digital miðstöð?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 26. Mar 2008 00:36 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Mon 10. Dec 2007 16:16
Posts: 503
þetta er jú, tölvumiðstöð.

Slökkti bara á A/C og viti menn, lyktin farin :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 26. Mar 2008 09:26 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. Sep 2005 17:22
Posts: 802
Olíuleki á Púst? er það ekki ekki nóg til að gefa feiki vondan fnyk þegar að bíllinn er stop! :D

_________________
BMW e60 520d - 2006
Honda Shadow Spirit - 2012


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 26. Mar 2008 10:06 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 04. Jun 2005 15:43
Posts: 2186
totihs wrote:
Ætlaði að athuga hvort einhver væri með einhverjar hugmyndir um það hvað þetta gæti verið. Það er nefnilega þannig að þegar bíllinn er kyrrstæður eftir að hafa verið keyrður í ágætis tíma og alveg orðinn heitur þá kemur stundum einhver skítafýla úr miðstöðinni. Veit ekki alveg hvern ég get lýst henni. Þetta virðist vera úr miðstöðinni, finnur þetta ekki fyrir utan. Þetta kemur samt ekkert alltaf :shock: .

Þetta er alveg óþolandi þannig að mig langaði að athuga hvort einhver hefði einhverjar hugmyndir áður en ég fer í TB.



ef lyktin fer þegar A/C er tekið af þarf að þrífa elementið , það er gert með að setja A/C á fullt og miðstöðina í botn , spreyjað sérstöku efnið inn á miðstöðina og látið liggja síðan þegar brúsinn er farinn.
Það getur nefnilega verið að eitthvað smá líf sé byrjað að kvikna á A/C elementinu , þyrfti að þrífa þetta og skoða hvort að affallið frá A/C elementinu sé ekki stíflað.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: fiskur
PostPosted: Thu 27. Mar 2008 22:18 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Wed 20. Nov 2002 23:38
Posts: 476
Location: Akureyri
Svona nokkuð lagaðist um árið hjá mér, þegar ég henti signa fiskinum sem einhver gaf mér óvænt og ég henti ofaní skottið og gleymdi þar í nokkrar vikur, að sumarlagi....

Ertu búinn að gá...?

_________________
2002 árg 1969 rip
2002 árg 1971 rallýbíll (læknabíllinn) rip?
2000CA árg 1968 í langtímahvíld.
735i árg 1980 seldur.
318i árg 1989 seldur.
540i árg 1996. Frábær vagn. Seldur.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Mar 2008 23:20 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Þetta var svona í E36 hjá mér. Reddaðist með spreyi frá Wurth. Sjá þráð:

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=7070

Spreyið heitir eitthvað A/C disinfectant eða ámóta. Alveg lyktarlaust, drepur bara bakteríur og þannig lyktina.

Þetta hrjáir held ég flestallar útfærslur af A/C í flestum gerðum bíla, fer bara mikið eftir loftfari og hversu mikið og hvernig loftkælingin er notuð og þ.a.l. rakamyndum í henni. Raki --> Bakteríuvöxtur --> Bakteríuprump --> Smelly sock syndrome. Mér fannst lyktin svoldið minna á annaðhvort virkilega slæman aftansöng eða vel sveitt íþróttaföt sem hafa fengið að liggja í töskunni í nokkra daga. :puker:

Þessi aðgerð hjá mér dugði ef ég man rétt í ca. eitt ár og líklega tilvalið að gera reglulega og skipta þá um frjókornasíuna í leiðinni.

Einhverjir hafa verið að bora loftgöt á A/C unitin svo þau safni síður raka. Ég var ekki að fara í svoleiðis drastískar aðgerðir, þú getur googlað það ef þú hefur áhuga.

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 21 posts ]  Go to page Previous  1, 2

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 14 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group