Þetta var svona í E36 hjá mér. Reddaðist með spreyi frá Wurth. Sjá þráð:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=7070
Spreyið heitir eitthvað A/C disinfectant eða ámóta. Alveg lyktarlaust, drepur bara bakteríur og þannig lyktina.
Þetta hrjáir held ég flestallar útfærslur af A/C í flestum gerðum bíla, fer bara mikið eftir loftfari og hversu mikið og hvernig loftkælingin er notuð og þ.a.l. rakamyndum í henni. Raki --> Bakteríuvöxtur --> Bakteríuprump --> Smelly sock syndrome. Mér fannst lyktin svoldið minna á annaðhvort virkilega slæman aftansöng eða vel sveitt íþróttaföt sem hafa fengið að liggja í töskunni í nokkra daga.
Þessi aðgerð hjá mér dugði ef ég man rétt í ca. eitt ár og líklega tilvalið að gera reglulega og skipta þá um frjókornasíuna í leiðinni.
Einhverjir hafa verið að bora loftgöt á A/C unitin svo þau safni síður raka. Ég var ekki að fara í svoleiðis drastískar aðgerðir, þú getur googlað það ef þú hefur áhuga.