fart wrote:
Skrítið comment hjá seðlabankastjóra.. Held að hann fatti ekki stundum að hann er ekki lengur með algjört málfrelsi.
Hvernig væri að rannsaka bara málið, kæra, fá dóm og láta svo taka út refsingu ef dómur fellur á þann veg.
Seðlabankastjórar "úti í hinum stóra heimi" láta ekki hafa eftir sér svona lagað, óábyrgar getgátur að mínu mati.
Krónan er ekki eitthvað samfélagstæki, heldur gjaldmiðill á frjálsum markaði.
Sammála þessu með kommentið hans Davíðs - en þetta er orðrómur sem flýgur og er athyglisvert að heyra þó hann eigi ekki að vera hjálpa Gróu á Leiti.
En krónan og allir gjaldmiðlar eru reyndar einmitt samfélagsleg tæki sem voru tekin upp þar sem erfitt var að stunda hrein vöruskipti (Barter). Gjaldmiðlar gera fólki þannig auðveldara að eiga með sér viðskipti og eru því samfélagslega mikilvægir þar sem það er algjört vesen að burðast með vaðmál í massavís til að skipta á einni kvígu t.d. Áður fyrr voru gjaldmiðlar tengdir við gull eða önnur verðmæti og því höfðu gjaldmiðlarnir, myntir aðallega, því verðmæti í sjálfu sér - þangað til seðlar voru teknir upp.
Það er tiltölulega nýtilkomið að hægt sé að versla með pappírinn sjálfann (sem hefur í raun ekkert virði annað en það sem samkomulag er um hverju sinni - kaup/sala).
Gjaldmiðill eins og króna er svo bara ein leiðin til að létta fólki það að eiga viðskipti. Það mætti til dæmis alveg eins halda bókhald yfir úttektir og innlán á raunverulegu verðmæti eða þjónustu án þess að peningar kæmu þar nálægt (man ekki hvað slíkt heitir samt - örugglega eitthvað socio dæmi).
Það er hægt að fara enn lengra, "From each according to his ability, to each according to his need" og þá erum við orðnir sótrauðir þannig að við skulum ekkert vera að fara í þá átt.
En þetta var svona smá framhjáhlaup en ætti kannski að skýra afhverju fólki verður heitt í hamsi þegar verslun með gjaldmiðil hefur þær afleiðingar að hún rýrir kjör þeirra.