Til sölu er BMW 535i 10.1991 ekinn 131þús.
Mjög skemmtilegur og sprækur bíll 211hp og gefinn upp 7,7 sek 0-100km. Bíllinn er dökkblár (Lazurblau Metallic) en ljósgrár að innan (Silbergrau). Bíllinn kom af færibandinu 14.10.1991 og var skráður í Þýskalandi 25.10.1991. Hér er um mjög heillegt eintak að ræða. Gírkassinn er mjög mjúkur og skemmtilegur, allir demparar og gúmmí eru einnig stíf og góð. Kúpplingin er góð og tekur í á réttum stað. Enda 131þús km ekki mikið fyrir svona bíl! Allt rafmagnsdótið virkar eins og það á að virka.
Bíllinn var afgreiddur frá BMW með M-tech spoiler kit'i allan hringinn ásamt M-tech spoiler á skottloki, gerir þennan bíl mjög fallegan. Topplúgan er á sínum stað, sportsæti og Sound System.
535i eru ekki illa búnir bílar þannig til staðalabúnaðr má nefna Stóra Aksturstölvu (Board Computer), kortaljós framí, ABS náttúrlega, samlæsingar, rafmagn í speglum, rafmagn í rúðum o.s.frv.
Bíllinn er nýsmurður, nýlega er búið að taka bremsurnar í gegn, reikningar fylgja upp á 75þús. Mjög snyrtilegur bíll. Með honum fyglja 4 Continental WinterContact 225/60R15 vetrardekk á stálfelgum. Mjög lítið slitin dekk. Bíllinn er skoðaður '04 án athugasemda. Held að þetta sé einn af fáum ef ekki eini beinskipti 535i bíllinn á landinu.
Ásett verð er 690þús
Ekkert áhvílandi
Upplýsingar hjá mér í S: 895 7866
