JOGA wrote:
bebecar wrote:
Það eru ákveðnar ástæður fyrir því að Ísland verður svona áberandi í fréttum og hefðu bankarnir og aðrir unnið almennilega í sínum kynningarmálum fyrir nokkrum árum þá er óvíst hvort þetta væri svona áberandi - fréttirnar eru í raun ekkert frábrugðnar fjármálafréttum í UK, USA, DK o.s.frv. Semsagt, ástandið er víða slæmt - ekki bara á Íslandi.
Geri mer grein fyrir astandinu annars stadar en astandid er ad mer finnst malad dekkra a Islandi en flestum odrum stodum i theim frettamidlum sem eg hef rekist a.
Eg vona virkilega ad bonkunum og rikinu takist ad rifa sig upp ur tessu, snui bladinu vid. Ef tetta heldur svona afram verdur enga vinnu fyrir mig ad fa heima i theim geirum sig mig langar ad vinna i...
Eins og stadan er reyndar i augnablikinu

Nei, ég skil það vel hjá þér og miðað við stöðuna núna og síðustu ára er kannski ekki svo skrítið að fólk í þessum geira fái há laun þegar vel gengur fyrst starfsöryggið er ekki meira en þetta.
Þú verður bara að stofna þitt eigið fyrirtæki
En með krónuna þá væri nú gaman að heyra hve mikið menn telji hún falli? Flestir sem ég tala við (og ég treysti) tala um 150 stig sirka og það er eitthvað sem mér sjálfum (sem er ekki sérfræðingur en hef þó fylgst með efnahagsmálum með öðru auganu í á annan áratug) finnst líklegt; nokkuð sem minnir á stöðuna um 2001 sem var svona nokkuð kröpp en stutt niðursveifla og upphafið á fyrstu verulegu uppstokkuninni á íslenskum fyrirtækjamarkaði. Tel reyndar að niðursveiflan verði verri nú þó ég telji krónuna enda í um 150.