Jæja var orðinn frekar þreyttur á máttleysinu í 520 þannig hann var seldur og gerði ég fína sölu þar, fór svo og heimsótti jóa félaga minn og vissi að hann væri með hrikalega þétt og gott eintak af e39 540 og ekki ekinn nema 130 þús, bíllinn er hrikalega vel búinn og má þar lengi telja en það helsta er leður, comfort sæti, sími, tv/navi, //M fjöðrun, shadowline, xenon, gardínur í rúðum og margt fleira. svo eftir að ég keypti bílinn þá byrjaði ég eins og með alla mína bíla að eyða peningum, byrjaði á því að kaupa facelift ljós og stuttu seinna var farið og pantaður m5 framstuðari og ný facelift shadowline nýru, á meðan maður beið eftir þessu þá fór ég og verslaði mér gullfallegar 19´´felgur af svezel hér á spjallinu og finnst mér þær gera bílin hrikalega flottan, með bílnum fylgdi líka //m lip á skottið þannig það var sprautað og prýðir nú bossan á honum bíllinn er nú eins og ég vill hafa hann að undanskildum filmum sem koma innan skamms, en ég leyfi myndunum bara að njóta sín
græni bíllinn á myndnum er minn bíll 540 hitt er bíll félaga míns og er 2003 módel af 520 og er hann til sölu hér á spjallinu
