Kull wrote:
Eitt sem ég var að spá í sambandi við upprunalega póstinn, af hverju ætlaru að kaupa þér þétti? Ef bíllinn er með þokkalegann alternator ættiru alveg að sleppa með góðum og þykkum straumköplum.
Alternatorinn gerir ekkert fyrir græjurnar. Hann hleður bara inn á rafgeyminn.
Þéttir er notaður ef maður er með einhverjar rosa græjur og er að spila tónlist
með miklum bassa. Oftast eru þessi bassa lög með bassa sem er stanslaus
(booommm, booommm, booommm), alltaf með jafn langt bil á milli bassa"högga".
Þá kemur þéttirinn við sögu. Eftir þungt bassahögg þá hleðst hann upp og
gefur rétt magn af spennu inn á græjurnar við næsta bassahögg. Þetta er gert til
að minka álag á rafkerfið í bílnum, en það verður fyrir gífurlegu álagi þegar
bassinn er mikill. Þéttar eru venjulega notaðir í bílum sem eru með einhverjar
extrime græjur.
Þetta er minn skilningur á þéttum, endilega leiðréttið ef ég fer með rangt mál.