Smellti tank af V-power á hann en bensínið sem var á var líklega ekki eins gott (allavega sagði tölvan hans X það) og ég er ekki frá því að hann virki betur, það gæti líka verið kalda loftið úti (við frostmark í morgun).
Allavega er ég virkilega sáttur við aflið
úr kyrrstöðu
frá 4000rpm í 2. gír
frá 3000ish rpm í 3. gír
frá sub 3000rpm í 4 gír og
frá uþb 2500rpm í 5. gír.
Veit ekki hvort þetta er eðlilegt hvernig þetta færist niður.
Ég ætla að reyna að taka dynorönn fljótlega á sama dynogarminum sem ég fór á síðast og fékk 270ps. Sá garmur er gamall og þreyttur og maxar í 400ps. Það væri allavega gaman að fara og maxa hann
vonandi
Pakningin og boltarnir eru komnir til lúx en ég hef ekki séð þá enn þannig að ég veit ekki hvort ég get látið bomba þessu í fyrir stóru páskahelgina. Ef þetta er komið þá fer bíllinn á verkstæðið við fyrsta tækifæri þar sem ég er á leiðinni í ferðalag og kem ekkert aftur fyrr en föstudaginn langa.
Ég lifi líka í voninni um að búrið komi í þessari viku, þá læt ég setja það í á sama tíma + beltin.
Nýji intercoolerinn verður mountaður í kvöld (vonandi).