bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 01. May 2025 22:04

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 
Author Message
PostPosted: Fri 03. Oct 2003 11:38 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Hraðamyndavélar í Bretlandi eru í dag taldar bera ábyrgð á fjölgun banaslysa í Bretlandi. Talið er að allt að 5500 mannslíf hefðu bjargast frá 1993 ef hefðbundnu umferðareftirliti hefði verið beitt.

Ástæðan er að stórum hluta sú að hraðamyndavélar festa smávægileg lögbrot annars löghlýðinna borgara á filmu en alvarleg lögbrot eins og ofsaakstur og ölvunarakstur er stundaður að sama skapi og áður af skeytingarlausum ökumönnum - löggan er bara ekki lengur á svæðinu til að ná þeim brotamönnum.
Handtökur á þessum hóp hafa dregist saman um 37%!

Munum við sjá sömu þróun hér heima?

http://www.pistonheads.com/news/default.asp?storyId=7407

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 03. Oct 2003 20:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Ég er alfarið á móti hraðamyndavélum. Finnst þær þó vera réttlætanlegar eins og t.d. í göngum þar sem "hefðbundið" eftirlit er nánast útilokað. Myndavélarnar gera engan mun á aðstæðum, t.d. er ekki það sama að keyra á 100 km/klst í kjöraðstæðum og að keyra á sama hraða í blindbyl.

Það er nú talað um það í Bretlandi að peningurinn sem kemur inn vegna sekta frá hraðamyndavélum sé ekki settur í að laga vegi eða nokkuð slíkt heldur aðallega til kaupa á fleiri myndavélum, enda ef maður er á ferð um landið þá sér maður oft allt að 10 svona myndavélum með tæplega meters millibili. Peningurinn sem kemur inn "vegna" myndavélanna er þvílíkur að þeir sjá ekkert annað, erfitt að segja til um áhrif vélanna við að draga úr slysum og hraðakstri. Um leið og fólk sér vélina og er e-ð yfir hámarkshraða þá neglir það væntanlega á bremsurnar og það eykur slysahættu og síðan er að sjálfsögðu svo miklu fleira sem þessu viðkemur sem ég nenni ekki að fara út í að svo stöddu. (Þetta er líka orðið nógu langt nú þegar.

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 11 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group