Sælir/Sælar.
Ég er búinn að selja tölvuna mína svo ég held að ég verði ekkert alltof oft hérna inná þessum kork en djöfulllll eru þessar stunur að fara í taugarar á mér sem eru í sjónvarpinu!!!
En allavegana að þá hef ég alltaf verið með smá fiðring fyrir BMW og ég bara gat ekki haldið því lengur niðri og skellti mér á eitt stykki BMW og ég er hæst ánægður með hann. Þvílíka snilldin að keyra þetta.
Ég get reddað myndum af honum fljótlega hingað handa ykkur
Ég kom bara svona til að segja hæ og mig hlakkar mjög til að hanga hérna á köldum vetrardögum að spjalla um bílana
Allavegana nóg í bili
