Mér finnst dáldið gróft að þetta komi frá þér þar sem að þetta
spjallborð er mjög easy going á "ritskoðun" og álíka þar sem
að þú ert moderator á hugi.is/bilar þar sem enginn má segja
neitt nema moderatorum finnist það skemmtilegt.
Svo má náttúrulega ekki gleyma að þetta er ekki official bmw
klúbbur eða neitt svoleiðis þetta er eign Gunna og Birkis, þeir
stofnuðu þetta og þeir eiga þetta... hér þarf ekki að vera neitt
lýðræði nema að þeim finnist það sniðugt og kjósa að hafa
þetta svoleiðis.
Ég stunda mjög mörg BMW spjallborð og þetta hérna er lang
vinalegast og hérna fær fólk að skemma þræði með því að
byrja að tala um eitthvað annað og álíka vesen. Ef þetta
væri á td. maxbimmer eða e30sport væru öllum commentum
sem ekki koma topicinu 100% við hent !
En í framtíðinni ef þér ber eitthvað á hjarta er miklu betra að senda
gunna bara póst á
gunni@bmwkraftur.is og ræða þetta við hann
þar í staðin fyrir að koma upp einhverjum svona flame topicum,
það væri miklu betra fyrir klúbbinn útaf því að það lesa ekki allir
allt hérna og hafa kannski lesið byrjunina á þessu en ekki endirinn
Eða eins og Nings segir Ef þú ert óanægður segðu okkur frá því en ef
þú ert ángæður segðu öðrum frá því
Ef að einhver les þetta og fynst þetta "hart orðað" "persónuleg árás"
eða álíka þá er það ekki meiningin.