bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 19. May 2025 19:57

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 
Author Message
 Post subject: Bensínverð á Íslandi
PostPosted: Sat 30. Nov 2002 16:53 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Sælir veriði.

Ég hef skrifað græju sem sækir bensínverð á heimasíður Esso, Olís og Orkunnar og safnar þeim saman og setti upp vefsíðu sem sýnir þessar upplýsingar sundurliðað í nokkra flokka (Esso, Olís, Orkan, 95 oktan, 98 oktan, Dísel, Sjálfsafgreiðslustöðvar og svo auðvitað allt í einni súpu).

Þetta ætti að vera tilvalið fyrir þá sem vilja aðeins fylgjast með bensínverðinu og spara kannski eitthvað í leiðinni. Nú eða þá bara fyrir þá sem vilja fylgjast með hinni "ógurlega miklu og æsispennandi samkeppni" í þessum bransa. ;-)

Hér er síðan: Bensínverð á Íslandi

Njótið vel! :-)

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Snilld...
PostPosted: Sat 30. Nov 2002 17:09 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Þetta er helvíti flott framtak hjá þér... verst að olíufélögin eru með sama verð þannig að línurnar hverfa hver bak við aðra! :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 01. Dec 2002 01:06 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 02. Sep 2002 00:39
Posts: 99
úff það eru engar smá sveiflur í þessu. Mikilvægt að vera fljótur að kaupa þegar verðið er lágt. :lol:

_________________
Gummi
E-46 320i '00
Honda CBR 1000F '88


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 02. Dec 2002 14:15 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Viltu ekki bæta Skeljungi inn í þetta og ÓB og Express...

Ég þarf aðeins að taka upp hanskann fyrir olíufélögin.

Sú litla samkeppni í eldsneytisverði sem er, fer fram með afslætti í sjálfsafgreiðslu.

Þar er reyndar talsverð samkeppni þar sem dæmu eru um allt að 10 krónur í afslátt... það er 800 kall í tankfyllingu á mínum bíl.

Margir eru að bjóða 4-5 krónur þannig að það munar ansi mikið um það líka.

Olífélögin kaupa eldsneyti af sama aðilanum (of litlir til að geta keypt sér) og flytja heim með sama skipinu. Bensín getur ekki annað en kostað það sama hjá þeim!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 02. Dec 2002 14:49 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Afsláttur hjá Orkunni hefur verið mestur upp á síðkastið 6.90 krónur og hefur verið frá 5-10 krónur frá listaverði olíufélaganna.

Hjá Shell er sjálfsafgreiðsluafsláttur á Select við Vesturlandsveg núna 4 krónur.

Viðskiptavinir olíufélaganna fá afslátt ef þeir eru í þokkalegum viðskiptum, sá afsláttur er þó minni en sjálfsafgreiðslu afsláttur.

Ég sjálfur er með Skeljungskort og nota það bæði hjá Shell en mest hjá Orkunni þar sem þar get ég tekið 98 okt og líka til að fá betra verð.

Bensíns verð á 95 okt er núna 91.20 hjá Orkunni, ég held þeir séu alltaf lægstir - alveg sama hvað.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 02. Dec 2002 15:13 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Nov 2002 10:50
Posts: 199
Location: Njarðvík
Tók bensín á sunnudagin á esso í keflavík. Þá var einhver spes afsláttur ef ég dældi sjálfur 7kr. Það kom út á 89.6 kr.

_________________
Sævar
BMW 1987 E32 735i
Image
http://www.sinfest.net


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 02. Dec 2002 15:35 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
bebecar wrote:
Viltu ekki bæta Skeljungi inn í þetta og ÓB og Express...


ÓB og Express eru þarna með en Skeljungur ekki. Það er einfaldlega vegna þess að bensínverðin eru ekki eins aðgengileg hjá þeim og hinum. :-(

Sjálfur hef ég helst fylgst með hver af Orkunni, Express og ÓB er ódýrastur. Orkan er það yfirleitt en alla síðustu viku var ÓB ódýrari og svo lækkaði Orkan niðurfyrir ÓB og svo lækkaði Express niður fyrir þá báða og nú sýnist mér Orkan og ÓB vera lægstir. Hver var eiginlega að segja að það væri ekki samkeppni þarna!!? ;-)

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 03. Dec 2002 09:12 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
ESSO EXPRESS segir að lægsta verð hjá sér sé 92.30 sem er í takt við það sem verið hefur, alltaf tíu aurum dýrara en Orkan.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 03. Dec 2002 09:17 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Staðreyndin er bara sú að það er "fákeppni" á bensínmarkaðinum hér heima, en það þýðir samt ekki að bensínverð sé óhagstæðara hér en annarsstaðar.

Bensínverð hér heima hefur síðustu ár færst sífellt nær og nær verðinu í evrópu sem er talsvert afrek miðað við smæð markaðarins.

Matvöruverð hefur hinsvegar eins og allir vita fjarlægst verðin erlendis.

Ég vann á bensínstöð 1988 og man mjög vel þá að bensínlíterinn kostaði 50 kall á meðan mjólkin kostaði 25 kall líterinn.

nú 14 árum síðar kostar líterinn af bensíni sirka 95 kall og líterinn af mjólk kostar 92 krónur.

Mjólkin er innlend framleiðsla en að einhverju leiti háð sveiflum í fóðurverði - en hvað er í gangi hér???

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 03. Dec 2002 12:18 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
bebecar wrote:
Ég vann á bensínstöð 1988 og man mjög vel þá að bensínlíterinn kostaði 50 kall á meðan mjólkin kostaði 25 kall líterinn.

nú 14 árum síðar kostar líterinn af bensíni sirka 95 kall og líterinn af mjólk kostar 92 krónur.

Mjólkin er innlend framleiðsla en að einhverju leiti háð sveiflum í fóðurverði - en hvað er í gangi hér???


Sammála þessu.. þetta er ansi merkilegt.

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 11 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group