Jæja ágætur gangur í þessu, kjallarinn kominn saman, heddið á, stillt á tíma, eftir að festa tímakeðjuna og vanosið á og svo raða öllu hinu utaná vélina.
Svona verkefni leysir maður ekki einn, góðir menn hafa lagt hönd á plóginn.
Einar Óli vann heddið fyrir mig, hone'aði cylendrana og hjálpaði mér með stimpilhringina o.fl.....ásamt því að svara mörgum spurningum frá mér um hitt og þetta
Fullt af góðum ráðleggingum.
Svo var í kvöld mættur til leiks Herr Hillerz og hjálpaði hann mér við það að koma kjallaranum saman, skiptum um allar legurnar, heddið á o.fl.
Skúra-Bræður hafa áður leyst sambærileg verkefni með góðum árangri.
allir þurftu að taka smá pósu með sveifarásinn.
Þessi sveifarás leit ótrúlega vel út eftir um 300tkm ásamt reyndar flestu öðru í þessari vél.
Heddið komið á og búið að herða ásana niður.
ég ætlaði að mála blokkina og hreinsa suma hluti meira en tíminn er factor......það er líka innihaldið sem skiptir öllu máli þegar á hólminn er komið!
m50.....þetta eru virkilega fallegir mótorar!
Allt að gerast inní bílnum líka, verið að hreinsa allt og yfirfara hluti.
Tveir tappar voru farnir úr botninum og allt rennandi blautt, þorði ekki annað en að þurrka svampinn og loka gatinu.
Þori ekki ennþá að segja hvenær ég ætla að setja í gang.....