Ég ásamt bróður mínum langaði til að eiga bíl í Þýskalandi.
Fór að skoða tryggingar þarna úti ásamt bifreiðagjöldum og þetta kostar handlegg. Þannig það kviknaði hugmynd að senda bara bíl á íslenskum númerum út
Það var bara slegið, vildum einfaldan ódýran góðan bíl með mikinn áreiðanleika.
Fyrir valinu varð e34 525i m50
e34 eru ódýrir og góðir bílar
m50 eru frábærir mótorar í alla staði.
Keyptum svo bíl í keflavík 525iA ek rúm 300tkm (MV518).
Hann er sjálfskiptur svo það þurfti e-ð að gera í því, keyptum 520i bíl af Húna sem verður donor með allt sem þarf í beinskiptingar-swap.
Bíllinn var svona ágætur, góður m.v. akstur.
Nýlega búið að sprauta næstum því allan bílinn, samt smá ryð hér og þar en ekkert alvarlegt, undirvinnan sennilega ekki verið upp á marga fiska.
Allt nýtt í hjólastellinu að framan, spyrnur, stýrisendar, miðjustöng o.fl. Bremsur í ágætu lagi, nýjir demparar og gormar að aftan.
Læst drif sem er víst nýlega yfirfarið en það er samt farin pakkdós þar og annar öxullinn var laus og drifskaftið líka, útskýrir sennilega mikinn titring að aftan í akstri!
Bíllinn er ekkert hlaðinn af búnaði en topplúga, niðurfellanleg aftursæti og kannski eitthvað smotterí. Sakna mest að hafa ekki loftkælingu....
Er að yfirfara bílinn þessa dagana og reyna að gera allt sem ég get svo bíllinn verði sem bestur þarna úti og taki ekki upp á því að bila!
Byrjaði í gær að skrúfa, tók vél og skiptingu úr bílnum.
Skrúfaði svo vélina í sundur í dag.
Pantaði allt í vélina, slípisett efra og neðra, allar legur, tímakeðju og sleða.
Svo ætla ég að skipta um vatnslás, vatnsdælu og viftukúpplingu.
Heddið verður vonandi klárt eftir helgi, það verður yfirfarið.
Á að fá alla varahlutina í þetta á þriðjudaginn þannig þá verður farið á fullt að skrúfa þetta saman....ætla ekki að setja tíma á gangsetningu en vona það besta.
Vélin var í góðu lagi en mótorinn er það mikið keyrður að ég ákvað að fara út í þennan pakka.
Ég réttlæti allar viðgerðir og allan kostnað með því að stopp á hraðbraut kostar varla undir 50þús!! Þá borgar sig að gera margt.
Bíllinn á að fara í skip 22. jan og ég fer út 24. jan.....ekki langur tími en ég er bjartsýnn maður og vona það besta.
Nokkrar myndir af því sem komið er, ætla svo að reyna að koma með fleiri myndir af þessu verkefni.
Endaði með að taka allt framan af bílnum, var einn og náði ekki að lyfta skiptingunni og vélinni nógu hátt, í fyrstu hífingu slitnaði bandið sem ég var með og þetta datt niður um 70cm skipting og vél....bara vont en held að allt hafi sloppið!
Soggrein, rafkerfi o.fl.
Heddið, ásarnir, undirlyfturnar, ventlalokið.
Blokkin stök
Flest komið úr blokkinni, eiginlega bara tímakeðja og sleðar eftir ásamt sveifarásnum, var ekki með loft til að losa framanaf vélinni.
Þetta er bara eins og nýtt... "hón"-förin ennþá þarna!!
Það sem er eftir í blokkinni
Höfuðlegurnar, ekki mikið slit í þessu eftir 300tkm
Aðeins farið á sjá á stangalegunum
Aðeins farið að sjá á tveimur svona legum yfir ásana en þetta á alveg að vera í góðu lagi.
Svo er bara að vona að þetta gangi allt upp!