Þetta gæti verið á íslandi, en á ekki að vera hægt að sjá það á vegalínunum? (edit: var ekki búinn að sjá þessar bilar.tk myndir)
Svo getur verið að bíllinn hafi verið myndaður í stúdíói og skellt inn eftir á. Veit ekki hvort BMW eru vanir að gera það, en það á ekki að vera neitt mál samt.
Í samb. við afltakmörkunina, þá er uppi heiðursmannasamkomulag í þýskalandi amk. um 250km/h takmörkin, en ég efast um að þeir myndu setja hömlur á aflið líka. Ég held að japanir setji samt 180km/h takmörkun á alla bíla sem eru seldir þar, auk 276hp samkomulagsins.
Það verður samt fróðlegt að sjá hvernig pólitíkusar, fjölmiðlar o.fl. taka í Bugatti Veyron. Sá bíll mun án efa ýta undir að einhverju verður breytt, enda alveg rídikjúlus bíll.