Það er almennt talið að gervi- og fjölliðuefni endist betur heldur en hreint Carnauba vax. Félagar okkar á bmwm5.com virðast mjög hrifnir af Zaino efnum (flókið ferli, mörg efni) og "Klasse All in one".
http://www.m5board.com/vbulletin/showthread.php?s=&threadid=30661
Þetta kemur sjálfsagt að litlu gagni þar sem ég efast stórlega um að þessi efni fáist heima á Íslandi.
Ég hef prófað mig heilmikið áfram með AutoGlym, fór sömu leið og SE (Super Resin Polish og fylgdi eftir með Extra Gloss Protection). Næst mjög góður árangur með því, en öfugt við marga aðra fannst mér ekki sérstök ending á því. Ágæt, en alls ekkert sérstök (og alls ekki miðað við verðið á AutoGlym vörunum).
Til að halda svörtu stuðaralistinum góðum var reyndar mjög gott að nota AutoGlym "Bumper Care".
Gerið grín að mér eins og þið viljið

, en á BMW-inn var ég hrifnastur af Turtle Wax bóni sem fæst á Skeljungsstöðvunum. (Það var á tilboði f. u.þ.b. 2 árum og kostaði brúsinn innan við 300 kr. - var það aðalástæðan f.að ég prófaði það fyrst).
Ég var vanur að nota þetta bón í miklu magni, og bóna oft. Þó svo að AutoGlym hafi verið "milt" bón þá var TurtleWax-ið nánast algjörlega laust við hreinsiefni, ekki vottur af terpentínu eða annari leysiefnalykt af því. Mér fannst það skipta miklu máli að nota milt bón á nýtt lakk og hélt mig því við TW með ágætis árangri. Bíllinn var handþveginn a.m.k. 1 sinni í viku og sjaldnast liðu meira en 3 vikur milli bón-áferða.