Ég drullaðist loksins til að taka einhverjar myndir af bílnum en svo var orðið svo ógeðslega kallt að ég gafst upp og náði engu sem vit er í, en ég ætla samt að setja inn nokrar línur og einhverjar myndir.
Þetta er 07/93 árgerðin af E34 540IA bíl sem ég keypti af Bjarka í sumarlok.
Bíllinn er DIAMANTSCHWARZ METALLIC að lit (svartsanseraður fyrir byrjendur

) og að sjálfsögðu shadowline.
Sumarfelgurnar eru rosalega flottar og breiðar Throwing star 9" að aftan

og á veturna er hann á 16" basket sem ég keypti af Svezel.
Svo er hann rosalega vel búinn þessi bíll, ég ætla að reyna að muna allt
Einsog tildæmis:
Svart buffalóleður á sætum
Sportsæti
Rafmagn í framsætum
Minni í bílstjórasæti og hliðarspeiglum
Leðraður miðjustokkur og hurðarspjöld
Sólgardína í afturglugga rafdrifin
sólgardínur í hliðargluggum afturí, líka litlu gluggunum
Hifi hljóðkerfi og geyslaspilari, (magasín í skotti en ótengt)
Spólvörn
Skriðvörn
Krúskontrol
Check control
Aksturstölva
dráttarkrókur sem hægt er að taka undan bílnum
Tvívirk sjálfvirk miðstöð
Frjókornasía og "loftgæðaskynjaradæmi eitthvað sem stýrir sjálft hringrásinni

)
Loftkæling
Fjarstýrðar samlæsingar
Rafdrifin topplúga
Rafdrifnar rúður og speiglar
Sjálfdekkjandi baksýnisspegill
Velour mottur
Hiti í sætum
Park ventilation (loftfrískunar búnaður ef bíllinn stendur í sól og er þá komið ferskt loft í hann á fyrirframm stilltum tíma)
M-Sport fjöðrun orginal frá BMW
Svo er auðvita margt þarna sem meðal toyota maður myndi kalla aukabúnað en þeir sem hafa átt E34 vita um hvað ég er að tala..
Þessi bíll er alveg þrælskemmtilegur og er ég að fíla hann meira en rauða og þá aðalega af þvi hversu mikið ég fíla allann aukabúnað í bílum, Svo er hann mikið léttari og frískari allur.
Ég lét nýlega mála bílinn að einhverju leiti, Vinstri hliðina alveg aftur að afturbrettum, húdd og frammendann allann (Verkstæðiseigandinn bakkaði framan á bílinn þegar hann var þar í toppstöðuskynjara skiptum

)
Svo er alveg ótrúlegt hvað þessi spólvörn er að gera góða hluti ASC+T, á góðum dekkjum er hann einsog besti 4x4 bíll í snjó og hálku og konan seigist vera öruggari á þessum heldur en jeppa foreldra hennar tildæmis, en svo er alltaf gott að gera slökt á því

Svona fyrir mig...
Einsog ég sagði þá var mér kallt og tók ekki margar eða góðar myndir en samt látum eitthvað flakka þangað til ég græja betra, Og já nokrar gamlar af honum á sumarfelgunum (sjást reyndar leiðindar skellur á bílstjórahurðinni þar en ég er búinn að gera við það

)
