Það er alltaf verið að græja og gera og græja
Við Einarsssssss skelltum heddinu á um daginn ásamt því að mótorinn var losaður frá mótorpúðunum, drifskaftið losað, pústið tekið undan og fl.
Hérna er heddið komið á og allir studdarnir í. Nýja vatnsdælan líka komin á sinn stað ásamt nýjum strekkjara.
Þarna sést í feitu MLS heddpakkninguna komna á sinn stað. Eins og sést á heddinu er það '86 árgerð.
Einhver lúði að torka niður heddið. Reyndar lentum við í því að herslumælirinn var bilaður þannig að ég herti svo mikið að ég braut einn studdinn

En það bíður nýr í tollinum þannig að hann verður settur í fljótlega og heddið torkað aftur niður
Tímareimin komin á sinn stað
Einar að skella hjólunum og drasli framan á mótorinn
Öll hjólin, tímalokið og kveikjuhamarinn kominn framan á mótorinn
Seinustu helgi fór ég síðan að preppa mótorinn til að fara úr bílnum ásamt gírkassa og öllu. Ákvað að pimpa aðeins mótorinn í leiðinni og málaði ventlalokið og tímalokið svart. BLING BLING
Olíupannan sem ég fékk frá Einari var öll olíuhreinsuð og þrifin. Þessi verður síðan preppuð fyrir olíudrainið og síðan verður þeim svissað.
Ég tappaði síðan olíunni af mótornum og aftengdi olíukælinn. Tók síðan olíusíuhúsið af mótornum þar sem það verður borað gat í það og olíufeed fyrir túrbínuna tekið þaðan.
Síðan var loomið aftengt frá restinni af mótornum, s.s startaranum og alternatornum. Jörðin aftengd og einhver tengi. Allar slöngur færðar til hliðar.
Jæja.... Síðan í gær fórum við Einar í skúrinn og þá var gírstöngin losuð og tekin úr, gírkassafestingin losuð og fl.
Síðan var ekkert annað eftir en að rífa draslið úr bílnum.
Allt að gerast
Dótið komið úr og niður á gólf
Kallinn kátur með þetta!
Síðan í dag fór ég eitthvað að dunda mér í skúrnum, losaði startarann og gírkassann frá mótornum og ákvað síðan að pimpa mótorinn aðeins meira
Náði ekki að gera meira. Næst verður síðan skipt um kúplingu og eitthvað

_________________
Tony Montana - BBS LM CREWE36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM
http://www.e30.is