bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 01. May 2025 23:46

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 
Author Message
 Post subject: Dyno´s
PostPosted: Sun 21. Sep 2003 14:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Hvað gerir dyno og afhverju í ósköpunum getur það vitað hversu mörg hestöfl maður hefur,

Dynometer :
Apparat notað til að hestafla mæla bíla, það mælir ekki tog svo að það sé alveg á hreinu,

Hvernig: Maður settur drif dekkin á trommlurnar og setur í háan gír svo að mælinginn sé skýrari, helst 1:1 því þá þarf ekki að reikna neitt, þótt að tölvan gæti það alveg á no time(en sá möguleiki er bara ekki til staðar)
svo gefur maður bara allt í botn þangað til að hann slær út og þá er það komið, tölva prentar svo út og allir eru sáttir(ekki ég samt síðast en vonandi næst)

Spurning #1 : Afhverju kemur þá tog líka, hvernig var það fundið,
Tog er reiknað út frá hestöflunum og öfugt, til að mæla tog þá þarf að setja á hana átaksmæli sem væri tölvustýrður til að geta breytt mótátakinu á vélina til að geta breytt snúningunum með átaki(eins og að bæta og minnka þyngd í bíl breytir hröðun og ef nóg er sett þá hægist á honum.

Venjulega er tog bara reiknað út frá hestöflum,
TOG = HÖ/RPM * 5252 eða HÖ/5252 * RPM
og tölva getur reiknað þetta á instant,

Áfram með smjörið þá

Hvernig veit mælirinn hversu mörg hestöfl/Kílowött maður hefur,
Stærðfræði!
væri einfalt svar en rétt samt, bara soldið einfaldað

Það sem að maður er að snúa er tengt í snúnings mælir í dynomælinum, þ.e hann veit hraðan á trommlunum, að auka hraðan yfir tíma þýðir vinna eða power eða hö eða kw, en til að vita hversu mikið af vinnu er verið að beita verður að vita nokkra hluti

#1 Þyngdina á trommlunum, (því meira því erfiðara að snúa þeim)
#2 Radíus á þeim, því stærri því betra(tekur lengri tíma að snú einn hring)
#3 Inertia eða hreyfitregða þeirra, (því meiri því erfiðara er að snúa þeim)

Inertia er mikið mál að vita til að mælirinn sé réttur, ég kann ekki ennþá að reikna inertia en seinna þá skilur maður þetta betur, en ég veit að "17 hefur meiri inertia en "16 vegna þess að meiri massi er í lengri fjarlægð frá miðjunni, snúið ykkur í hring með hendur út, setjið svo hendur að ykkur þá snúist þið hraðar,

Þegar upplýsingarnar um trommlurnar eru komnar þá er bara að setja þetta í forrit sem hefur formúluna fyrir vinnu og þá er þetta ekkert mál,
svo setur forritið þetta í graph sem sýnir snúning x hö og snúning x tog,

Því betri sem dyno mælirinn er segir til um hversu nákvæmar upplýsingarnar um trommlurnar eru, því þær eru einu breytturnar í formúlunni,

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 21. Sep 2003 14:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Góð umræða

Vel Mælt.........

ps er ekkert að bögga það sem á undan er komið en .....
við erum allir mismunandi gerðir og viðrum allskonar kenningar
ekki satt :D :D :D :D

Sv.H


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 21. Sep 2003 15:00 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Hverfitregðu (e. inertia) er ekki mikið mál að reikna út,
en hún fer eftir útliti hlutarins, eðlilega.

Skemmtilegur linkur kemur upp þegar leitað er á google eftir inertia for cylinder: http://hyperphysics.phy-astr.gsu.edu/hbase/icyl.html

:)

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 21. Sep 2003 15:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Ég kann það ekki þannig að það er ekki auðvelt fyrir mig, vill ekki plaga mig með því að byrja að spá of mikið í inertia á dóti

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 21. Sep 2003 15:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Þetta er skrýtið............

HONDA kom með 1992((að ég held)) 750 cc OVAL cylinder 4
32valve Ógurlega dýrt (_) (((svona var stimpillinní laginu.
ok það vantar efra strikið)))))

Sv.H


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 21. Sep 2003 17:17 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Skemmtilegur fróðleikur, go Gunni :wink:

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 12 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group