Jæja ákvað að henda inn smá update-i.
B&L eru búnir að klára að laga framstuðarann og þetta er ekkert smá vel gert hjá þeim og súper þjónusta þar! Ég er mjög sáttur.
Setti líka ný stefnuljós að framan, ég bara gat ekki horft á þessi appelsínugulu lengur. Svo kemur restin af bílnum á næstunni
En hér eru myndir:
Þessi bíll er búinn að reynast mér svaka vel! Búinn að vera á sama tanknum síðan 12 nóvember síðastliðinn! Er búinn að keyra svona ~500 km giska ég (trip var resettað í B&L og svo aftur þegar ég tók rafmagnið af þegar ég var að vinna í að taka símadraslið úr honum). Ekki ennþá komið á ljósið. Stysti tíminn sem mér hefur tekist að tæma tankinn á var heil helgi og það var helgin sem ég fékk hann, rúntað alla 3 dagana og langt fram eftir nóttu föstudaginn og laugardaginn.
Aflið... já skulum bara segja að ég er að venjast þessu. Hann gefur gott spark í rassinn en hann er alveg svakalega "þungur", það er lengi að klára gírana. Hann platar líka mikið. Þegar ég stend hann flatann þá finnst mér hann lengi upp en hraðamælirinn er ekki sammála, hann er snögglega kominn uppí svona 160-170. Eftir það finnst mér ég vera að fara hratt upp en hraðamælirinn er ekki heldur sammála því. Hef mest sett hraðamælinn upp í ~210 sem er mér finnst alveg meira en nóg. Hinn díselbíllinn sem ég keyri daglega (Hi-Ace vinnubíll) þarf að berjast til að komast í 120 og ef það er mótvindur fer hann bara alls ekki yfir 110

Báðar station og báðir með Turbo, ég bara skil ekkert í þessu
