Mér finnst nokkuð vanta í þessa umræðu.
Það er að sjálfsögðu fáránlegt að þessir útlendingar geti komið hingað þó svo að þeir séu með stútfullt sakarvottorð í heimalandi sínu og komi svo hingað til að vinna eða hvaðeina.
Það er að sjálfsögðu skítömurlegt þegar einstaklingi er nauðgað og það getur (vonandi) enginn hérna inni sett sig í þeirra spor. Og ég ætla ekki að reyna það.
En það er mjög hart í árinna tekið að bölva þessu fólki svona ógurlega og setja það undir sama hatt - taka af þeim typpin, skera undan þeim, skjóta útlimi af þeim og hvaðeina. Það gerir okkur ekkert að betri manneskju - auga fyrir auga tönn fyrir tönn er löngu úrelt. Meira að segja JESÚS sagði það

:):).
Það sem mér finnst dálítið ömurlegt í þessum umræðum hérna, en ég ætla að taka það fram strax að ég er ekki að verja þessa nauðgara á neinn hátt.
1. En það verður að pæla í því hvað kemur í fréttirnar og hverjir ráða því hvað kemur í fréttirnar.
2. Um daginn reyndu ÍSLENDINGAR að flytja inn um 50kg af eiturlyfjum - og ekkert einhverjum smooth lyfjum - heldur alvöru, hardcore shitti, spítt, kókaín og e-töflur. Það er hardcore shit og það getur haft margföld áhrif en þessi einstaka nauðgun. (ég er EKKI að verja nauðgarana ALLS EKKI)
Mér finnst fólk alltaf tilbúið til þess að dæma útlendinga þvílíkt hart bara vegna þess að þeir eru hérna í OKKAR LANDI blablabla - við lifum í einhverju sem heitir nánast "opin landamæri" og við fáum að fara til annara landa hvert sem er og það eru til Íslendingar sem eru að brjóta af sér erlendis - hvernig er talað um "okkur" þar?
Að mínu mati skiptir engu máli hverrar þjóðar brotamaðurinn er heldur manneskjan sem brýtur af sér. Ég hugsa að þetta hefði ALDREI ratað hingað inn á BMWkraft ef þetta hefði verið Jonni og Jón, þetta kom hingað hérna inn vegna þess að þetta var Dragovich og Milosevich og þeir eru hérna í okkar landi að "stela" okkar vinnu og "okkar" kellingum (Ástandið?).
Ps. taka það enn og aftur fram að ég er EKKI að verja þessa menn á einn eða neinn hátt og mér finnst þetta ÖMURLEGT atvik.
Kv,
Haukur